Innlent

Fengu tólf þúsund króna gjafabréf vegna tafa

Samúel Karl Ólason skrifar
Flugvélin þurfti frá að hverfa vegna hliðarvinda og þurfti þess í stað að lenda í Keflavík.
Flugvélin þurfti frá að hverfa vegna hliðarvinda og þurfti þess í stað að lenda í Keflavík. Vísir/Vilhelm
Farþegar flugvélar á vegum Flugfélags Íslands sem var á leið til Reykjavíkur frá Egilsstöðum í gærkvöldi fengu tólf þúsund króna gjafabréf frá Flugfélaginu vegna tafa. Flugvélin þurfti frá að hverfa vegna hliðarvinda og þurfti þess í stað að lenda í Keflavík. Farþegar þurftu að bíða í flugvélinni og í flugvallarrútu í hálfa aðra klukkustund á meðan flugfélagið ákvað hvernig þeim yrði komið til Reykjavíkur.

Farþegarnir kvörtuðu yfir skorti á upplýsingum um hvað stæði til að gera. Í samtali við Vísi sagði Bobby Gaenfler, farþegi um borð í vélinni, að farþegar hefðu margir hverjir verið orðnir óþreyjufullir í biðinni og að upplýsingum frá flugfélaginu hefði verið ábótavant.

Sjá einnig: Strandaglópar í Keflavík eftir að hafa ekki getað lent á Reykjavíkurflugvelli.

Í bréfi frá Flugfélagi Íslands, sem barst farþegunum í dag, segir að atvikið samræmist ekki þeirri þjónustu sem flugfélagið vilji veita. Einnig segir að verið sé að fara yfir hvað hafi komið upp á svo hægt verði að tryggja að það muni ekki koma upp á aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×