Viðskipti innlent

Minni velta í fataverslun

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Velta í fataverslun í október var minni nú en í sama mánuði í fyrra.
Velta í fataverslun í október var minni nú en í sama mánuði í fyrra. vísir/vilhelm
Velta í fataverslun dróst saman í október síðastliðnum miðað við október í fyrra þótt verð á fötum hafi verið 5,9 prósentum lægra en fyrir ári. Ef borin er saman velta í fataverslun síðustu þrjá mánuði við sama tímabil í fyrra sést að nánast engin breyting var á veltunni milli ára. Bent er á að um síðustu áramót hafi tollar á fatnaði verið felldir niður.

Greiðslukortavelta Íslendinga erlendis í október síðastliðnum var 19 prósentum meiri í október síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra. Það þykir gefa vísbendingu um að innkaup landsmanna erlendis hafi aukist og að fatakaup séu líklega þar innifalin. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×