Einkunnir eftir tapið gegn Frökkum: Gylfi bestur 3. júlí 2016 20:55 Gylfi var valinn maður leiksins á Vísi. vísir/getty Ísland er úr leik á Evrópumótinu í Frakklandi eftir 5-2 tap gegn Frakklandi á Stade de France í kvöld. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Íslands því eftir tuttugu mínútna leik var staðan orðin 2-0. Staðan var svo 4-0 í hálfleik. Í síðari hálfleik klóruðu okkar menn aðeins í bakkann, en þeir Kolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarnason skoruðu mörk Íslands í síðari hálfleiknum. Lokatölur, eins og áður segir 5-2, en Vísir valdi Gylfa Þór Sigurðsson mann leiksins með sjö í einkunn. Einkunnir alla leikmanna auk umsagna má sjá hér að neðan.Einkunnagjöf Íslands:Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 4 Fengum ekkert aukalega frá Hannesi sem var vitað mál að við þyrftum. Fimmta markið skrifast að stóru leyti á hann.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 5 Óþreytandi upp og niður völlinn en átti sem fyrr erfitt með að koma boltanum fyrir úr góðri stöðu.Kári Árnason, miðvörður 4 Þeir Ragnar hikstuðu í samvinnunni í fyrsta markinu og Kári leit illa út í fjórða markinu þótt heppnin hafi verið með Frökkum. Skipt útaf í hálfleik.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 5 Samvinnan í hjarta varnarinnar gekk ekki vel í fyrri hálfleik sem hefur verið einn af lyklunum að velgengni liðsins.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Öruggur í varnarleiknum en kom lítið út úr honum sóknarlega. Lagði upp seinna markið með fínni fyrirgjöf.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 6 Skapaði besta færi Íslands í fyrri hálfleik og var mikið í boltanum, skapandi og líflegur. Hélt því áfram þegar hann færði sig á vinstri kantinn í síðari hálfleik.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 6 Sýndi gríðarlegan dugnað á miðjunni og leiddi liðið í baráttunni.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Besti maður Íslands í leiknum. Dró vagninn í sóknarleiknum og gaf okkur von um að geta skorað í leiknum. Flest færi Íslands komu eftir gullspyrnur Gylfa.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 5 Átti afar erfitt uppdráttar og komst seint í takt við leikinn. Nýttist lítið í sóknarleiknum og kom ekkert út úr þeim Ara vinstra megin í fyrri hálfleik. Virkaði andlaus lengi vel en skoraði gott mark í lokin.Jón Daði Böðvarsson 5 Fékk besta færi Íslands í fyrri hálflleiknum en náði ekki að stýra boltanum í markið. Duglegur að vanda en vantaði styrk í baráttunni við nautsterka miðverði Frakkanna.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 6 Skoraði mark Íslands og vann einvígin sín í loftinu. Minnti franska fótboltaunnendur á styrkleika sína.Varamenn:Alfreð Finnbogason 6 - (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 46. mínútu) Átti fína innkomu, var mikið í boltanum og kom sér í færi.Sverrir Ingi Ingason 5 - (Kom inn á fyrir Kára Árnason á 46. mínútu) Leit illa út í fimmta marki Frakka og fór illa með algjört dauðafæri í síðari hálfleik. Minnti samt á hve björt framtíðin er með hann í vörninni, gríðarlega ógnandi í föstum leikatriðum.Eiður Smári Guðjohnsen - (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 83. mínútu) Goðsögnin lauk ferlinum með fyrirliðabandið og Ísland skoraði augnabliki eftir innkomuna. Takk. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Sjá meira
Ísland er úr leik á Evrópumótinu í Frakklandi eftir 5-2 tap gegn Frakklandi á Stade de France í kvöld. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Íslands því eftir tuttugu mínútna leik var staðan orðin 2-0. Staðan var svo 4-0 í hálfleik. Í síðari hálfleik klóruðu okkar menn aðeins í bakkann, en þeir Kolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarnason skoruðu mörk Íslands í síðari hálfleiknum. Lokatölur, eins og áður segir 5-2, en Vísir valdi Gylfa Þór Sigurðsson mann leiksins með sjö í einkunn. Einkunnir alla leikmanna auk umsagna má sjá hér að neðan.Einkunnagjöf Íslands:Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 4 Fengum ekkert aukalega frá Hannesi sem var vitað mál að við þyrftum. Fimmta markið skrifast að stóru leyti á hann.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 5 Óþreytandi upp og niður völlinn en átti sem fyrr erfitt með að koma boltanum fyrir úr góðri stöðu.Kári Árnason, miðvörður 4 Þeir Ragnar hikstuðu í samvinnunni í fyrsta markinu og Kári leit illa út í fjórða markinu þótt heppnin hafi verið með Frökkum. Skipt útaf í hálfleik.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 5 Samvinnan í hjarta varnarinnar gekk ekki vel í fyrri hálfleik sem hefur verið einn af lyklunum að velgengni liðsins.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Öruggur í varnarleiknum en kom lítið út úr honum sóknarlega. Lagði upp seinna markið með fínni fyrirgjöf.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 6 Skapaði besta færi Íslands í fyrri hálfleik og var mikið í boltanum, skapandi og líflegur. Hélt því áfram þegar hann færði sig á vinstri kantinn í síðari hálfleik.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 6 Sýndi gríðarlegan dugnað á miðjunni og leiddi liðið í baráttunni.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Besti maður Íslands í leiknum. Dró vagninn í sóknarleiknum og gaf okkur von um að geta skorað í leiknum. Flest færi Íslands komu eftir gullspyrnur Gylfa.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 5 Átti afar erfitt uppdráttar og komst seint í takt við leikinn. Nýttist lítið í sóknarleiknum og kom ekkert út úr þeim Ara vinstra megin í fyrri hálfleik. Virkaði andlaus lengi vel en skoraði gott mark í lokin.Jón Daði Böðvarsson 5 Fékk besta færi Íslands í fyrri hálflleiknum en náði ekki að stýra boltanum í markið. Duglegur að vanda en vantaði styrk í baráttunni við nautsterka miðverði Frakkanna.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 6 Skoraði mark Íslands og vann einvígin sín í loftinu. Minnti franska fótboltaunnendur á styrkleika sína.Varamenn:Alfreð Finnbogason 6 - (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 46. mínútu) Átti fína innkomu, var mikið í boltanum og kom sér í færi.Sverrir Ingi Ingason 5 - (Kom inn á fyrir Kára Árnason á 46. mínútu) Leit illa út í fimmta marki Frakka og fór illa með algjört dauðafæri í síðari hálfleik. Minnti samt á hve björt framtíðin er með hann í vörninni, gríðarlega ógnandi í föstum leikatriðum.Eiður Smári Guðjohnsen - (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 83. mínútu) Goðsögnin lauk ferlinum með fyrirliðabandið og Ísland skoraði augnabliki eftir innkomuna. Takk.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti