Larry Bird hefði aldrei dottið það í hug að fara í liðið hans Magic Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2016 20:30 Larry Bird, Magic og Kevin Durant. Samsettar myndir frá Getty NBA-stórstjarnan Kevin Durant kom mörgum á óvart á dögunum með því að semja við Golden State Warriors, liðið sem sló Durant og félaga í Oklahoma City Thunder út úr úrslitakeppninni í ár. Margir hafa tjáð sig um ákvörðun Durant og meðal þeirra er NBA-goðsögnin Larry Bird. Larry Bird sagði að hann hefði aldrei getað hugsað sér það að ganga til liðs við helstu keppninauta sína. ESPN segir frá. Larry Bird lék allan sinn NBA-feril með Boston Celtics og vann þrjá titla með félaginu. Mikið hefur verið talað og skrifað um það að einvígi hans og Boston-liðsins við Magic Johnson og félaga í Los Angeles Lakers hafi lagt grunninn að velgengni NBA-deildarinnar. Larry Bird var þrisvar valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar og Magic Johnson fékk þau verðlaun einnig þrisvar sinnum. Þeir voru valdir bestir á árunum 1984 til 1990 en sá eini annar sem var valinn bestur á þessum árum var Michael Jordan tímabilið 1987-88. Magic Johnson varð alls fimm sinnum NBA-meistari með Los Angeles Lakers liðinu þar af tvisvar sinnum eftir að Bird vann sinn síðasta titil 1986. „Ég veit að á sínum tíma þá hefði mér aldrei dottið það í hug að fara til Lakers til að spila með Magic Johnson. Ég hefði frekar viljað vinna hann," sagði Larry Bird og bætti við: „Ég hefði aldrei getað hugsað mér að fara til annars liðs með frábærum leikmönnum því ég var að spila með frábærum leikmönnum og var á góðum stað," sagði Bird. Bird varð NBA-meistari strax á öðru tímabili og því kannski erfitt að bera sig saman við Kevin Durant sem hefur nú spilað í níu tímabil án þess að vinna NBA-titilinn. Bird vann NBA-meistari í þriðja sinn á sínu sjöunda tímabili. NBA Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Sjá meira
NBA-stórstjarnan Kevin Durant kom mörgum á óvart á dögunum með því að semja við Golden State Warriors, liðið sem sló Durant og félaga í Oklahoma City Thunder út úr úrslitakeppninni í ár. Margir hafa tjáð sig um ákvörðun Durant og meðal þeirra er NBA-goðsögnin Larry Bird. Larry Bird sagði að hann hefði aldrei getað hugsað sér það að ganga til liðs við helstu keppninauta sína. ESPN segir frá. Larry Bird lék allan sinn NBA-feril með Boston Celtics og vann þrjá titla með félaginu. Mikið hefur verið talað og skrifað um það að einvígi hans og Boston-liðsins við Magic Johnson og félaga í Los Angeles Lakers hafi lagt grunninn að velgengni NBA-deildarinnar. Larry Bird var þrisvar valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar og Magic Johnson fékk þau verðlaun einnig þrisvar sinnum. Þeir voru valdir bestir á árunum 1984 til 1990 en sá eini annar sem var valinn bestur á þessum árum var Michael Jordan tímabilið 1987-88. Magic Johnson varð alls fimm sinnum NBA-meistari með Los Angeles Lakers liðinu þar af tvisvar sinnum eftir að Bird vann sinn síðasta titil 1986. „Ég veit að á sínum tíma þá hefði mér aldrei dottið það í hug að fara til Lakers til að spila með Magic Johnson. Ég hefði frekar viljað vinna hann," sagði Larry Bird og bætti við: „Ég hefði aldrei getað hugsað mér að fara til annars liðs með frábærum leikmönnum því ég var að spila með frábærum leikmönnum og var á góðum stað," sagði Bird. Bird varð NBA-meistari strax á öðru tímabili og því kannski erfitt að bera sig saman við Kevin Durant sem hefur nú spilað í níu tímabil án þess að vinna NBA-titilinn. Bird vann NBA-meistari í þriðja sinn á sínu sjöunda tímabili.
NBA Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Sjá meira