Telja að Bergvin hafi sýnt af sér dómgreindarleysi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2016 15:24 Bergvin Oddsson, fyrrverandi formaður Blindrafélagsins. vísir/stefán Bergvin Oddsson, fyrrverandi formaður Blindrafélagsins, sýndi af sér dómgreindarleysi þegar hann fékk félagsmann til þess að fjárfesta í félagi með sér og föður sínum, en vegna viðskiptasambandsins lýsti stjórn Blindrafélagsins yfir vantrausti á Bergvin þann 22. september síðastliðinn. Þetta er mat sannleiksnefndar Blindrafélagsins sem fengin var til að fara yfir fara yfir og skila skýrslu um málið, en það er jafnframt niðurstaða nefndarinnar að stjórn félagsins hafi farið offari gegn Bergvini með viðbrögðum sínum. Í skýrslu nefndarinnar segir meðal annars: „Svo virðist sem flestir stjórnarmenn hafi tekið ákvarðanir út frá verstu mögulegu niðurstöðu án þess að gefa Bergvini almennilegt tækifæri tl að útskýra sína hlið eða undirbúa sig fyrir fundinn 22. september.“Sjá einnig: Formaðurinn sakaður um siðferðislegt dómgreindarleysi Í skýrslunni er aðdragandi þess að stjórnin lýsti yfir vantrausti á Bergvin ítarlega rakinn. Kemur meðal annars fram að nánast frá upphafi formannstíðar Bergvins hafi mátt finna dæmi um árekstra sem upp komu á milli hans og annarra stjórnarmanna, sem og á milli hans og Kristins Halldórs Einarssonar, framkvæmdastjóra Blindrafélagsins. Þannig hafi til dæmis ítrekað verið kvartað undan því að Bergvin hafi farið inn á verksvið Kristins Halldórs, „auk þess sem hann tók skuldbindandi ákvarðanir fyrir hönd félagsins án samráðs við Kristin eða stjórn Blindrafélagsins,“ eins og segir í skýrslunni. Það er því mat nefndarinnar að þessir ítrekuðu árekstrar hafi haft áhrif á harða afstöðu margra stjórnarmanna þegar mál félagsmannsins sem Bergvin hafði fengið með sér í viðskipti kom upp. Ljóst sé að sumir í stjórn Blindrafélagsins hafi borið afar takmarkað traust til Bergvins og „því má álykta að þeir hafi átt auðveldara með að trúa einhverju misjöfnu upp á formanninn.“Sjá einnig: Bergvin hafnar ásökunum stjórnar Blindrafélagsins Hins vegar sé það jafnframt ljóst af viðtölum sem sannleiksnefndin átti við aðila málsins að félagsmaðurinn „upplifði misnotkun í samskiptum sínum við Bergvin.“ Þá hafi flestir viðmælendurnir gert alvarlegar athugasemdir við þá leynd sem hvíldi yfir viðskiptasambandi formannsins og félagsmannsins. Það er þó ekki mat nefndarinnar að Bergvin hafi rofið trúnað við stjórn Blindrafélagsins þegar hann stofnaði til viðskiptasambandsins. Hins vegar verður að ætla að á Bergvini „hvíli ríkari ábyrgð til að gæta að því að blanda ekki eigin hagsmunum við hagsmuni félagsmanna,“ eins og segir í skýrslunni. Að mati sannleiksnefndarinnar sýnir málið að það þarf að skerpa á þeim leikreglum settar eru um þá sem gegna trúnaðarstörfum hjá Blindrafélaginu. Það þurfi að vera hafið yfir allan vafa að þeir sem kosnir séu til trúnaðarstarfa „séu ekki þátttakendur í fjármálavafstri annars staðar sem getur haft áhrif á störf þeirra fyrir félagið og blandi ekki einkahagsmunum við hagsmuni félagsmanna sem til þeirra leita.“ Skýrslu sannleiksnefndarinnar má nálgast í heild sinni hér. Tengdar fréttir Bergvin stígur til hliðar en ætlar að bjóða sig fram aftur "Nú íhuga ég stöðu mína um skaðabótakröfu á hendur aðalstjórn félagsins og framkvæmdastjóra eftir ærumeiðandi ummæli og mannorðsmorð, sem erfitt verður að fá til baka nema í dómsal.“ 2. október 2015 14:29 Bergvin hafnar ásökunum stjórnar Blindrafélagsins "Ég tel mig ekki á nokkurn hátt hafa beitt eða sýnt óheiðarleika í þessum viðskiptum og þaðan af síður gerst brotlegur í starfi sem formaður Blindrafélagsins“. 23. september 2015 18:03 Formaður Blindrafélagsins sakaður um siðferðislegt dómgreindarleysi Stjórn Blindrafélagsins hefur lýst yfir vantrausti á Bergvin Oddsson, formann félagsins. Ráðningasamningi hans hefur verið rift. 22. september 2015 19:44 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin Sjá meira
Bergvin Oddsson, fyrrverandi formaður Blindrafélagsins, sýndi af sér dómgreindarleysi þegar hann fékk félagsmann til þess að fjárfesta í félagi með sér og föður sínum, en vegna viðskiptasambandsins lýsti stjórn Blindrafélagsins yfir vantrausti á Bergvin þann 22. september síðastliðinn. Þetta er mat sannleiksnefndar Blindrafélagsins sem fengin var til að fara yfir fara yfir og skila skýrslu um málið, en það er jafnframt niðurstaða nefndarinnar að stjórn félagsins hafi farið offari gegn Bergvini með viðbrögðum sínum. Í skýrslu nefndarinnar segir meðal annars: „Svo virðist sem flestir stjórnarmenn hafi tekið ákvarðanir út frá verstu mögulegu niðurstöðu án þess að gefa Bergvini almennilegt tækifæri tl að útskýra sína hlið eða undirbúa sig fyrir fundinn 22. september.“Sjá einnig: Formaðurinn sakaður um siðferðislegt dómgreindarleysi Í skýrslunni er aðdragandi þess að stjórnin lýsti yfir vantrausti á Bergvin ítarlega rakinn. Kemur meðal annars fram að nánast frá upphafi formannstíðar Bergvins hafi mátt finna dæmi um árekstra sem upp komu á milli hans og annarra stjórnarmanna, sem og á milli hans og Kristins Halldórs Einarssonar, framkvæmdastjóra Blindrafélagsins. Þannig hafi til dæmis ítrekað verið kvartað undan því að Bergvin hafi farið inn á verksvið Kristins Halldórs, „auk þess sem hann tók skuldbindandi ákvarðanir fyrir hönd félagsins án samráðs við Kristin eða stjórn Blindrafélagsins,“ eins og segir í skýrslunni. Það er því mat nefndarinnar að þessir ítrekuðu árekstrar hafi haft áhrif á harða afstöðu margra stjórnarmanna þegar mál félagsmannsins sem Bergvin hafði fengið með sér í viðskipti kom upp. Ljóst sé að sumir í stjórn Blindrafélagsins hafi borið afar takmarkað traust til Bergvins og „því má álykta að þeir hafi átt auðveldara með að trúa einhverju misjöfnu upp á formanninn.“Sjá einnig: Bergvin hafnar ásökunum stjórnar Blindrafélagsins Hins vegar sé það jafnframt ljóst af viðtölum sem sannleiksnefndin átti við aðila málsins að félagsmaðurinn „upplifði misnotkun í samskiptum sínum við Bergvin.“ Þá hafi flestir viðmælendurnir gert alvarlegar athugasemdir við þá leynd sem hvíldi yfir viðskiptasambandi formannsins og félagsmannsins. Það er þó ekki mat nefndarinnar að Bergvin hafi rofið trúnað við stjórn Blindrafélagsins þegar hann stofnaði til viðskiptasambandsins. Hins vegar verður að ætla að á Bergvini „hvíli ríkari ábyrgð til að gæta að því að blanda ekki eigin hagsmunum við hagsmuni félagsmanna,“ eins og segir í skýrslunni. Að mati sannleiksnefndarinnar sýnir málið að það þarf að skerpa á þeim leikreglum settar eru um þá sem gegna trúnaðarstörfum hjá Blindrafélaginu. Það þurfi að vera hafið yfir allan vafa að þeir sem kosnir séu til trúnaðarstarfa „séu ekki þátttakendur í fjármálavafstri annars staðar sem getur haft áhrif á störf þeirra fyrir félagið og blandi ekki einkahagsmunum við hagsmuni félagsmanna sem til þeirra leita.“ Skýrslu sannleiksnefndarinnar má nálgast í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Bergvin stígur til hliðar en ætlar að bjóða sig fram aftur "Nú íhuga ég stöðu mína um skaðabótakröfu á hendur aðalstjórn félagsins og framkvæmdastjóra eftir ærumeiðandi ummæli og mannorðsmorð, sem erfitt verður að fá til baka nema í dómsal.“ 2. október 2015 14:29 Bergvin hafnar ásökunum stjórnar Blindrafélagsins "Ég tel mig ekki á nokkurn hátt hafa beitt eða sýnt óheiðarleika í þessum viðskiptum og þaðan af síður gerst brotlegur í starfi sem formaður Blindrafélagsins“. 23. september 2015 18:03 Formaður Blindrafélagsins sakaður um siðferðislegt dómgreindarleysi Stjórn Blindrafélagsins hefur lýst yfir vantrausti á Bergvin Oddsson, formann félagsins. Ráðningasamningi hans hefur verið rift. 22. september 2015 19:44 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin Sjá meira
Bergvin stígur til hliðar en ætlar að bjóða sig fram aftur "Nú íhuga ég stöðu mína um skaðabótakröfu á hendur aðalstjórn félagsins og framkvæmdastjóra eftir ærumeiðandi ummæli og mannorðsmorð, sem erfitt verður að fá til baka nema í dómsal.“ 2. október 2015 14:29
Bergvin hafnar ásökunum stjórnar Blindrafélagsins "Ég tel mig ekki á nokkurn hátt hafa beitt eða sýnt óheiðarleika í þessum viðskiptum og þaðan af síður gerst brotlegur í starfi sem formaður Blindrafélagsins“. 23. september 2015 18:03
Formaður Blindrafélagsins sakaður um siðferðislegt dómgreindarleysi Stjórn Blindrafélagsins hefur lýst yfir vantrausti á Bergvin Oddsson, formann félagsins. Ráðningasamningi hans hefur verið rift. 22. september 2015 19:44