Reyndi fjórum sinnum að lenda í Keflavík Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. október 2016 11:30 Að sögn upplýsingafulltrúa ISAVIA mat flugstjóri aðstæður þannig að ekki væri hægt að lenda vélinni. vísir/ Ekki var hægt að lenda vél NIKI Luftfahrt frá Vín í Austurríki á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi. Að sögn farþega var reynt að lenda vélinni í fjórgang áður en henni var flogið til Glasgow í Skotlandi og þaðan aftur til Vínar. Farþegar vélarinnar eru nú staddir í London í Englandi þaðan sem þeir fljúga með Icelandair til Íslands síðar í dag. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA, segir flugstjórann hafa metið aðstæður þannig að ekki væri hægt að lenda. Vél Icelandair var hins vegar lent á Keflavíkurflugvelli 20 mínútum áður. „Flugstjórinn tekur ákvörðun út frá aðstæðum. Það voru aðrar vélar sem lentu á svipuðum tíma en það var rigning og rok og þá verður skyggni verra,“ segir Guðni. Frekari upplýsingar hafi ISAVIA ekki um málið. Farþeginn, Gústavo Fernando J., segir að litlar upplýsingar hafi fengist um hvers vegna ekki væri hægt að lenda í gærkvöldi. Vélinni hafi verið hringsólað um nokkra stund og ítrekað verið lent að lenda á vellinum, en án árangurs. Nokkur órói hafi verið um borð. „Við lentum í Skotlandi til að fylla á eldsneyti og fórum þaðan til Vínar. Núna erum við í Englandi og fljúgum síðan með Icelandair til Íslands seinna í dag,“ segir Gústavo í samtali við Vísi. „Fólk var orðið mjög þreytt og pirrað en það er ekkert hægt að sakast við flugstjórann." Gústavo segist ekki hafa fengið neinar skýringar frá flugfélaginu um ástæður þess að ekki gekk að lenda vélinni á Íslandi. Hann tekur þó fram að hann verði ánægður þegar hann kemst loksins aftur heim til Íslands. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Ekki var hægt að lenda vél NIKI Luftfahrt frá Vín í Austurríki á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi. Að sögn farþega var reynt að lenda vélinni í fjórgang áður en henni var flogið til Glasgow í Skotlandi og þaðan aftur til Vínar. Farþegar vélarinnar eru nú staddir í London í Englandi þaðan sem þeir fljúga með Icelandair til Íslands síðar í dag. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA, segir flugstjórann hafa metið aðstæður þannig að ekki væri hægt að lenda. Vél Icelandair var hins vegar lent á Keflavíkurflugvelli 20 mínútum áður. „Flugstjórinn tekur ákvörðun út frá aðstæðum. Það voru aðrar vélar sem lentu á svipuðum tíma en það var rigning og rok og þá verður skyggni verra,“ segir Guðni. Frekari upplýsingar hafi ISAVIA ekki um málið. Farþeginn, Gústavo Fernando J., segir að litlar upplýsingar hafi fengist um hvers vegna ekki væri hægt að lenda í gærkvöldi. Vélinni hafi verið hringsólað um nokkra stund og ítrekað verið lent að lenda á vellinum, en án árangurs. Nokkur órói hafi verið um borð. „Við lentum í Skotlandi til að fylla á eldsneyti og fórum þaðan til Vínar. Núna erum við í Englandi og fljúgum síðan með Icelandair til Íslands seinna í dag,“ segir Gústavo í samtali við Vísi. „Fólk var orðið mjög þreytt og pirrað en það er ekkert hægt að sakast við flugstjórann." Gústavo segist ekki hafa fengið neinar skýringar frá flugfélaginu um ástæður þess að ekki gekk að lenda vélinni á Íslandi. Hann tekur þó fram að hann verði ánægður þegar hann kemst loksins aftur heim til Íslands.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira