Enski boltinn

Draumaleikur Arons er á móti Englandi í París, Collina dæmir og lambalæri fyrir leik

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Einar Gunnarsson, leikmaður Cardiff og fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, myndi láta Gylfa Þór Sigurðsson taka vítaspyrnurnar í draumaleiknum sínum sem væri á móti Englandi á Stade de France í París.

Þetta segir Aron í stuttu innslagi í sjónvarpi velska liðsins Cardiff sem hann spilar með í ensku B-deildinni en þar er fyrirliði Íslands fenginn til að setja saman draumaleikinn sinn.

Hinn ítalski Pierluigi Collina myndi dæma leikinn þó sá frábæri dómari sé löngu búinn að leggja flautuna á hilluna en auðvitað er um að ræða draumaleikinn og því mátti Aron Einar velja það sem honum datt í hug.

Aron Einar er mikill áhugamaður um hip hop tónlist og myndi helst vilja hlusta á hana fyrir leik eða góða danstónlist. Bara eitthvað sem kemur honum í stuð.

Fyrir leik vill hann svo íslenskt lamb eða hamborgahrygg.

Svona væri draumaleikur Arons Einars Gunnarssonar:

Mótherji - England: „Myndi vilja spila við þá aftur. Við eigum góðar minningar frá leiknum gegn þeim.“

Völlur - Stade de France: „Ég hef spilað þar tvisvar; einu sinni gegn Austurríki og einu sinni gegn Frakklandi. Það var frekar eftirminnilegt.“

Dómari: Pierluigi Collina: „Hann var með stór augu og leit út fyrir að vera góður dómari þannig ég tek hann.“

Vítaskytta - Gylfi Þór Sigurðsson: „Hann hefur aldrei klúðrað víti í leik sem ég hef spilað með honun þannig að ég held mig við hann.“

Fyrirliði - The Rock: „Ég fylgist með honum á samfélagsmiðlum. Hann er góður að hvetja fólk og væri eflaust góður fyrirliði.“

Markvörður - Gianluigi Buffon: „Hann er búinn að vera í þessu lengi og hefur reynslu.“

Tónlist fyrir leik: „Eitthvað sem kemur manni í gang. Fyrir mig er það danstónlist eða hip hop.“

Matur fyrir leik: „Lambalæri eða hamborgahryggur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×