Eigandi Jóa útherja hefur aldrei upplifað annað eins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. júlí 2016 23:20 Valdimar P. Magnússon með Guðmundi Benediktssyni í Jóa útherja á dögunum. vísir Valdimar P. Magnússon eigandi íþróttavöruverslunarinnar Jóa Útherja var úti á landi þegar Vísir náði tali af honum núna í kvöld. Hann var því fjarri góðu gamni eins og hann orðaði það þegar verslunin var opnuð í kvöld til þess að selja íslenskar landsliðstreyjur sem komu til landsins síðdegis. „Ég er bara það heppinn að eiga gott starfsfólk sem stóð vaktina í allri þessari vitleysu. Ég er ekki búinn að heyra frá þeim en þetta er auðvitað bara algjör Öskubuskudraumur. Við fengum á bilinu 400-500 treyjur og við eigum von á því að þær seljist upp en það kemur ekki í ljós fyrr en á morgun hvort það verður eitthvað eftir eða hvort við fáum fleiri,“ segir Valdimar í samtali við Vísi. Hann hefur rekið verslunina frá árinu 1999 og hefur hún skapað sér sess á meðal knattspyrnuiðkenda-og áhugamanna sem ein besta búðin þegar kemur að fótboltavörum. Valdimar segist aldrei hafa upplifað annað eins og núna í tengslum við Evrópumótið í knattspyrnu enda hefur áhuginn á íslenska karlalandsliðinu líklega aldrei verið meiri. Löng röð myndaðist við verslunina í kvöld og var hleypt inn í hollum. „Við reyndum bara að gera gott úr þessu og við viljum auðvitað að allir fái sitt,“ segir Valdimar. Aðspurður hvort honum finnist landsliðstreyjan flott segir hann: „Ég er nú engin tískulögga en ég var strax hrifinn af henni þegar ég sá hana um áramótin. Ég ímyndaði mér að hún myndi slá í gegn og það hefur hún gert. Mér finnst hún ennþá flott en ég hlakka samt til að fá nýtt lúkk.“ Valdimar er ekki í vafa þegar blaðamaður fiskar upp úr honum spá fyrir leik strákanna okkar gegn Frökkum á morgun. „Þetta fer eins og Englandsleikurinn. Við vinnum 2-1.“ Tengdar fréttir Sjötíu landsliðstreyjur til sölu í Ellingsen Verslunin opnar klukkan 21. 2. júlí 2016 20:48 Löng röð við Jóa útherja Það er greinilegt að mikil eftirspurn er eftir íslensku landsliðstreyjunni á meðal þjóðarinnar 2. júlí 2016 21:24 Símkerfið brann yfir hjá Errea-umboðinu: Reikna með nýrri sendingu í kvöld Von er á nýrri sendingu af íslenskum landsliðstreyjum til landsins í kvöld. 2. júlí 2016 12:33 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Valdimar P. Magnússon eigandi íþróttavöruverslunarinnar Jóa Útherja var úti á landi þegar Vísir náði tali af honum núna í kvöld. Hann var því fjarri góðu gamni eins og hann orðaði það þegar verslunin var opnuð í kvöld til þess að selja íslenskar landsliðstreyjur sem komu til landsins síðdegis. „Ég er bara það heppinn að eiga gott starfsfólk sem stóð vaktina í allri þessari vitleysu. Ég er ekki búinn að heyra frá þeim en þetta er auðvitað bara algjör Öskubuskudraumur. Við fengum á bilinu 400-500 treyjur og við eigum von á því að þær seljist upp en það kemur ekki í ljós fyrr en á morgun hvort það verður eitthvað eftir eða hvort við fáum fleiri,“ segir Valdimar í samtali við Vísi. Hann hefur rekið verslunina frá árinu 1999 og hefur hún skapað sér sess á meðal knattspyrnuiðkenda-og áhugamanna sem ein besta búðin þegar kemur að fótboltavörum. Valdimar segist aldrei hafa upplifað annað eins og núna í tengslum við Evrópumótið í knattspyrnu enda hefur áhuginn á íslenska karlalandsliðinu líklega aldrei verið meiri. Löng röð myndaðist við verslunina í kvöld og var hleypt inn í hollum. „Við reyndum bara að gera gott úr þessu og við viljum auðvitað að allir fái sitt,“ segir Valdimar. Aðspurður hvort honum finnist landsliðstreyjan flott segir hann: „Ég er nú engin tískulögga en ég var strax hrifinn af henni þegar ég sá hana um áramótin. Ég ímyndaði mér að hún myndi slá í gegn og það hefur hún gert. Mér finnst hún ennþá flott en ég hlakka samt til að fá nýtt lúkk.“ Valdimar er ekki í vafa þegar blaðamaður fiskar upp úr honum spá fyrir leik strákanna okkar gegn Frökkum á morgun. „Þetta fer eins og Englandsleikurinn. Við vinnum 2-1.“
Tengdar fréttir Sjötíu landsliðstreyjur til sölu í Ellingsen Verslunin opnar klukkan 21. 2. júlí 2016 20:48 Löng röð við Jóa útherja Það er greinilegt að mikil eftirspurn er eftir íslensku landsliðstreyjunni á meðal þjóðarinnar 2. júlí 2016 21:24 Símkerfið brann yfir hjá Errea-umboðinu: Reikna með nýrri sendingu í kvöld Von er á nýrri sendingu af íslenskum landsliðstreyjum til landsins í kvöld. 2. júlí 2016 12:33 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Löng röð við Jóa útherja Það er greinilegt að mikil eftirspurn er eftir íslensku landsliðstreyjunni á meðal þjóðarinnar 2. júlí 2016 21:24
Símkerfið brann yfir hjá Errea-umboðinu: Reikna með nýrri sendingu í kvöld Von er á nýrri sendingu af íslenskum landsliðstreyjum til landsins í kvöld. 2. júlí 2016 12:33