Embættismaður færður til í starfi vegna ummæla í garð félags fanga og starfsmanna umboðsmanns Alþingis Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. október 2016 19:00 Lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu hefur verið færður til í starfi vegna tölvupósts sem innihélt sterkar skoðanir á starfsmönnum umboðsmanns Alþingis og talsmönnum fanga. Áður hafa verið gerðar athugasemdir við störf mannsins og lítur ráðuneytið málið alvarlegum augum.Sjá einnig: Fékk afsökunarbeiðni frá innanríkisráðuneytinuLögfræðingurinn sá um fangelsismál hjá Innanríkisráðuneytinu þegar tölvupósturinn var sendur í byrjun september. Pósturinn var ætlaður skrifstofustjóra ráðuneytisins varðandi fyrirhugað svar til Umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar fanga yfir reglum sem settar voru um bann við heimsóknum fanga á milli klefa. Formaður Afstöðu félags fanga fékk afrit af bréfinu fyrir mistök.Tölvupósturinn var sendur á formann Afstöðu fyrir mistökÍ tölvupóstinum segir lögfræðingurinn að hann sé orðinn „býsna þreyttur á umræddu máli. Mest langi hann til að fá starfsmenn umboðsmanns hingað, hrista þá til og láta þá hanga.“ Þá sakar hann meðlimi félags fanga um ofbeldi í garð samfanga sinna. Aðalheiður Ámundadóttir, stjórnarmaður í Afstöðu, segir að í bréfinu komi fram mjög fordómafull viðhorf í garð félagsins og annarleg sjónarmið um starfsmenn umboðsmanns.„Við vorum bara gjörsamlega miður okkar. Stjórn þessa félags er að sinna mannréttindagæslu fyrir frelsissvipta einstaklinga og við höfum verið að vanda okkur gríðarlega mikið og reynt að gera hluti faglega. Svo verðum við þess áskynja með þessum hætti að háttsettir embættismenn sem fari með þennan málaflokk láti að því liggja með beinum hætti að það séu annarlegir hvatar að baki okkar hagsmunagæslu, að við séum að berja á föngum eins og kemur fram í bréfinu. Þetta var auðvitað bara svakalegt högg,“ segir Aðalheiður. Umræddur starfsmaður ráðuneytisins og ráðuneytið sjálft hafa beðið umboðsmann Alþingis og félag fanga afsökunar á tölvupóstinum. „Við fengum fund í ráðuneytinu og það voru sterk vilyrði fyrir því að það verði bætt mjög úr samskiptum við félagið. Ég er bara mjög vongóð að það eigi eftir að koma góðir hlutir út úr því,“ segir Aðalheiður. Á fundi ráðuneytissins og félagsmanna Afstöðu var þeim tilkynnt að starfsmaðurinn hafi verið færður til í starfi. Enginn í innanríkisráðuneytinu vildi veita viðtal vegna málsins en ráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem segir að „í umræddum tölvupósti sé að finna efni sem sé á allan hátt ófaglegt og fjarri því að fela í sér afstöðu ráðuneytisins. Um leið og viðtakendur tölvupóstsins hafi verið upplýstir um að pósturinn hafi verið sendur fyrir mistök hafi ráðuneytið og viðkomandi stafsmaður beðið viðkomandi afsökunar.“ Þá segir að ráðuneytið leggi áherslu á að í umfjöllun um málefni fanga séu vinnubrögð fagleg, málsmeðferð réttlát og jafnræði haft að leiðarljósi í þjónustu við þá sem leiti til ráðuneytissins. Þar af leiðandi hafi starfsmaðurinn verið fluttur til í starfi. Umboðasmaður Alþingis segist líta ummæla af þessu tagi alvarlegum augum. Hann hafi komið þeim sjónarmiðum á framfæri við ráðuneytið og það og starfsmaðurinn hafi beðist afsökunar gagnvart honum og starfsmönnum hans. Á þessu stigi telji hann ekki rétt að bregðast frekar við, meðal annars í ljósi þess að að það kunni að koma í hlut umboðsmanns að fjalla um kvartanir vegna málsins. Áður hafa verið gerðar athugasemdir við störf lögfræðingsins í ráðuneytinu.Sjá einnig: Bréf lögfræðings innanríkisráðuneytisins gæti kostað milljón Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Sjá meira
Lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu hefur verið færður til í starfi vegna tölvupósts sem innihélt sterkar skoðanir á starfsmönnum umboðsmanns Alþingis og talsmönnum fanga. Áður hafa verið gerðar athugasemdir við störf mannsins og lítur ráðuneytið málið alvarlegum augum.Sjá einnig: Fékk afsökunarbeiðni frá innanríkisráðuneytinuLögfræðingurinn sá um fangelsismál hjá Innanríkisráðuneytinu þegar tölvupósturinn var sendur í byrjun september. Pósturinn var ætlaður skrifstofustjóra ráðuneytisins varðandi fyrirhugað svar til Umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar fanga yfir reglum sem settar voru um bann við heimsóknum fanga á milli klefa. Formaður Afstöðu félags fanga fékk afrit af bréfinu fyrir mistök.Tölvupósturinn var sendur á formann Afstöðu fyrir mistökÍ tölvupóstinum segir lögfræðingurinn að hann sé orðinn „býsna þreyttur á umræddu máli. Mest langi hann til að fá starfsmenn umboðsmanns hingað, hrista þá til og láta þá hanga.“ Þá sakar hann meðlimi félags fanga um ofbeldi í garð samfanga sinna. Aðalheiður Ámundadóttir, stjórnarmaður í Afstöðu, segir að í bréfinu komi fram mjög fordómafull viðhorf í garð félagsins og annarleg sjónarmið um starfsmenn umboðsmanns.„Við vorum bara gjörsamlega miður okkar. Stjórn þessa félags er að sinna mannréttindagæslu fyrir frelsissvipta einstaklinga og við höfum verið að vanda okkur gríðarlega mikið og reynt að gera hluti faglega. Svo verðum við þess áskynja með þessum hætti að háttsettir embættismenn sem fari með þennan málaflokk láti að því liggja með beinum hætti að það séu annarlegir hvatar að baki okkar hagsmunagæslu, að við séum að berja á föngum eins og kemur fram í bréfinu. Þetta var auðvitað bara svakalegt högg,“ segir Aðalheiður. Umræddur starfsmaður ráðuneytisins og ráðuneytið sjálft hafa beðið umboðsmann Alþingis og félag fanga afsökunar á tölvupóstinum. „Við fengum fund í ráðuneytinu og það voru sterk vilyrði fyrir því að það verði bætt mjög úr samskiptum við félagið. Ég er bara mjög vongóð að það eigi eftir að koma góðir hlutir út úr því,“ segir Aðalheiður. Á fundi ráðuneytissins og félagsmanna Afstöðu var þeim tilkynnt að starfsmaðurinn hafi verið færður til í starfi. Enginn í innanríkisráðuneytinu vildi veita viðtal vegna málsins en ráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem segir að „í umræddum tölvupósti sé að finna efni sem sé á allan hátt ófaglegt og fjarri því að fela í sér afstöðu ráðuneytisins. Um leið og viðtakendur tölvupóstsins hafi verið upplýstir um að pósturinn hafi verið sendur fyrir mistök hafi ráðuneytið og viðkomandi stafsmaður beðið viðkomandi afsökunar.“ Þá segir að ráðuneytið leggi áherslu á að í umfjöllun um málefni fanga séu vinnubrögð fagleg, málsmeðferð réttlát og jafnræði haft að leiðarljósi í þjónustu við þá sem leiti til ráðuneytissins. Þar af leiðandi hafi starfsmaðurinn verið fluttur til í starfi. Umboðasmaður Alþingis segist líta ummæla af þessu tagi alvarlegum augum. Hann hafi komið þeim sjónarmiðum á framfæri við ráðuneytið og það og starfsmaðurinn hafi beðist afsökunar gagnvart honum og starfsmönnum hans. Á þessu stigi telji hann ekki rétt að bregðast frekar við, meðal annars í ljósi þess að að það kunni að koma í hlut umboðsmanns að fjalla um kvartanir vegna málsins. Áður hafa verið gerðar athugasemdir við störf lögfræðingsins í ráðuneytinu.Sjá einnig: Bréf lögfræðings innanríkisráðuneytisins gæti kostað milljón
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Sjá meira