Viðskipti innlent

Borgin kaupir sumarhús

Sæunn Gísladóttir skrifar
Sumarhúsið er við Suðurlandsveg við Elliðavatn.
Sumarhúsið er við Suðurlandsveg við Elliðavatn. Vísir/GVA
Reykjavíkurborg hefur keypt tvær eignarlóðir, aðra með sumarhúsi og geymsluskúr, við Elliðavatn.

Samkvæmt svari frá Reykjavíkurborg er stefnt að því að í framtíðinni geti orðið þarna útivistarsvæði.

Líklegt er að húsin verði rifin niður eftir afhendingu. Lóðirnar sem eru við Suðurlandsveg eru 4.045 fermetrar að stærð. Þær eru þaktar miklum gróðri og eru á fögrum útsýnisstað.

Kaupverð er 17,7 milljónir fyrir eignarlóðina með sumarhúsi og geymsluskúr og 6,5 milljónir fyrir hina eignar­lóðina við Suðurlandsveg. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×