Sjáið hvað það er dásamlegt að askan gerði jörðina frjósamari Kristján Már Unnarsson skrifar 24. ágúst 2016 19:45 Sumarið er alger toppur, segir bóndinn á Þorvaldseyri, sem þakkar bæði góðri tíð og öskunni úr Eyjafjallajökli það að kornskurður hófst í ár allt að þremur vikum fyrr en venjulega. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Ólaf Eggertsson á kornakrinum í nítján stiga hita í dag. Þeir eru orðnir bleikir akrarnir undir Eyjafjöllum og svo gott hefur sumarið verið að á Þorvaldseyri gátu bændurnir hafið kornskurð í síðustu viku. Við stýrið á kornskurðarvélinni er Ólafur Eggertsson en kornrækt hefur verið stunduð á Þorvaldseyri samfellt frá árinu 1960 og aldrei brugðist. Þetta sumar virðist þó ætla að verða það besta. „Svona í minningunni, þá held ég að ef við náum öllu korni inn með þessu áframhaldi, þá verður þetta bara alger toppur,“ segir Ólafur. Hann reiknar með að fá um 200 tonna uppskeru af byggi og um helmingurinn fer til manneldis, í brauðgerð og ölgerð. Ólafur er annars ekki óvanur því að ná korninu í hús um miðjan september. Nú sé kornsláttur um það bil hálfum mánuði eða þremur vikum fyrr en oft áður. Vorið hafi verið mjög hagstætt og raunar allt sumarið frábært. Þá muni mjög mikið um þessa hitadaga nú í ágúst. Frá Þorvaldseyri í dag.Stöð 2/Einar Árnason.Þorvaldseyri stendur beint undir eldgíg Eyjafjallajökuls en þegar eldgosið stóð sem hæst fyrir sex árum var hér svartamyrkur af ösku. Nú er bjart yfir. -Þú vilt ekki bara segja að þetta sé besta sumarið sem þú hefur upplifað hér undir Eyjafjöllum? „Eigum við ekki bara að segja það. Sjáið bara hvað þetta er dásamlegt. Fjöllin græn upp í topp og jökullinn, sem blasir yfir með öskuna, hefur bara gert góða hluti fyrir þessa jörð og jarðirnar hér í kring. Það er frjósamara landið, greinilega.“ Já, fosfórinn í öskunni hefur bætt jarðveginn. „Torleystur fosfór hér í jörðinni ætti að nægja í 50-60 ár og það er einmitt það sem kornið þarf,“ segir bóndinn á Þorvaldseyri. Tengdar fréttir Þorvaldseyri: Bestu túnin þar sem mesta askan féll Heyskapur hófst undir Eyjafjöllum í dag, viku síðar en í fyrra. Bóndinn á Þorvaldseyri segir öskuna spara sér mikinn áburð og bestu túnin séu þar sem mesta askan féll. 15. júní 2011 18:46 Eðjan eins og flæðandi steypa Almannavarnir segja afar mikilvægt að fólk virði bannsvæði við Eyjafjallajökul. Hætta er á að eðjuflóð falli víða við jökulinn vegna mikillar úrkomu á svæðinu. Aurflóð sem helst líktist flæðandi steypu féll í farvegi Svaðbælisár í dag. 19. maí 2010 18:37 Bóndi ekur í fyrsta sinn á olíu af eigin akri Olíuframleiðsla er hafin á Þorvaldseyri og ók Ólafur Eggertsson bóndi í fyrsta sinn í dag traktor sem gekk fyrir olíu af hans eigin akri. Hjá Siglingastofnun vonast menn til að íslenski fiskiskipaflotinn verði í framtíðinni knúinn með íslenskri jurtaolíu. 11. nóvember 2010 18:51 Eins og komið sé í land dauðans „Þar sem þetta er verst er eins og verið sé að koma inn í land dauðans,“ segir Ólafía Aðalsteinsdóttir, starfsmaður útibúaþjónustu Landsbankans, um þær aðstæður sem mættu sjálfboðaliðum í hreinsunarstarfi undir Eyjafjöllum í vikunni. Hún segir að víða megi sjá gras og annan gróður stinga sér upp úr öskunni, en annars staðar sé stemningin eins og eftir kjarnorkusprengingu. Ekki sjáist annað en svart og grátt í umhverfinu. 29. maí 2010 02:00 Fjölskyldan á Þorvaldseyri gerir hlé á búskap um óákveðinn tíma Byggðin undir Eyjafjöllum varð fyrir miklu áfalli í dag þegar oddviti héraðsins, bóndinn á Þorvaldseyri, játaði sig sigraðan gagnvart náttúruöflunum og lýsti því yfir að hlé yrði á búskap um óákveðinn tíma á þessu eina glæsilegasta býli landsins. 21. apríl 2010 19:19 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Sjá meira
Sumarið er alger toppur, segir bóndinn á Þorvaldseyri, sem þakkar bæði góðri tíð og öskunni úr Eyjafjallajökli það að kornskurður hófst í ár allt að þremur vikum fyrr en venjulega. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Ólaf Eggertsson á kornakrinum í nítján stiga hita í dag. Þeir eru orðnir bleikir akrarnir undir Eyjafjöllum og svo gott hefur sumarið verið að á Þorvaldseyri gátu bændurnir hafið kornskurð í síðustu viku. Við stýrið á kornskurðarvélinni er Ólafur Eggertsson en kornrækt hefur verið stunduð á Þorvaldseyri samfellt frá árinu 1960 og aldrei brugðist. Þetta sumar virðist þó ætla að verða það besta. „Svona í minningunni, þá held ég að ef við náum öllu korni inn með þessu áframhaldi, þá verður þetta bara alger toppur,“ segir Ólafur. Hann reiknar með að fá um 200 tonna uppskeru af byggi og um helmingurinn fer til manneldis, í brauðgerð og ölgerð. Ólafur er annars ekki óvanur því að ná korninu í hús um miðjan september. Nú sé kornsláttur um það bil hálfum mánuði eða þremur vikum fyrr en oft áður. Vorið hafi verið mjög hagstætt og raunar allt sumarið frábært. Þá muni mjög mikið um þessa hitadaga nú í ágúst. Frá Þorvaldseyri í dag.Stöð 2/Einar Árnason.Þorvaldseyri stendur beint undir eldgíg Eyjafjallajökuls en þegar eldgosið stóð sem hæst fyrir sex árum var hér svartamyrkur af ösku. Nú er bjart yfir. -Þú vilt ekki bara segja að þetta sé besta sumarið sem þú hefur upplifað hér undir Eyjafjöllum? „Eigum við ekki bara að segja það. Sjáið bara hvað þetta er dásamlegt. Fjöllin græn upp í topp og jökullinn, sem blasir yfir með öskuna, hefur bara gert góða hluti fyrir þessa jörð og jarðirnar hér í kring. Það er frjósamara landið, greinilega.“ Já, fosfórinn í öskunni hefur bætt jarðveginn. „Torleystur fosfór hér í jörðinni ætti að nægja í 50-60 ár og það er einmitt það sem kornið þarf,“ segir bóndinn á Þorvaldseyri.
Tengdar fréttir Þorvaldseyri: Bestu túnin þar sem mesta askan féll Heyskapur hófst undir Eyjafjöllum í dag, viku síðar en í fyrra. Bóndinn á Þorvaldseyri segir öskuna spara sér mikinn áburð og bestu túnin séu þar sem mesta askan féll. 15. júní 2011 18:46 Eðjan eins og flæðandi steypa Almannavarnir segja afar mikilvægt að fólk virði bannsvæði við Eyjafjallajökul. Hætta er á að eðjuflóð falli víða við jökulinn vegna mikillar úrkomu á svæðinu. Aurflóð sem helst líktist flæðandi steypu féll í farvegi Svaðbælisár í dag. 19. maí 2010 18:37 Bóndi ekur í fyrsta sinn á olíu af eigin akri Olíuframleiðsla er hafin á Þorvaldseyri og ók Ólafur Eggertsson bóndi í fyrsta sinn í dag traktor sem gekk fyrir olíu af hans eigin akri. Hjá Siglingastofnun vonast menn til að íslenski fiskiskipaflotinn verði í framtíðinni knúinn með íslenskri jurtaolíu. 11. nóvember 2010 18:51 Eins og komið sé í land dauðans „Þar sem þetta er verst er eins og verið sé að koma inn í land dauðans,“ segir Ólafía Aðalsteinsdóttir, starfsmaður útibúaþjónustu Landsbankans, um þær aðstæður sem mættu sjálfboðaliðum í hreinsunarstarfi undir Eyjafjöllum í vikunni. Hún segir að víða megi sjá gras og annan gróður stinga sér upp úr öskunni, en annars staðar sé stemningin eins og eftir kjarnorkusprengingu. Ekki sjáist annað en svart og grátt í umhverfinu. 29. maí 2010 02:00 Fjölskyldan á Þorvaldseyri gerir hlé á búskap um óákveðinn tíma Byggðin undir Eyjafjöllum varð fyrir miklu áfalli í dag þegar oddviti héraðsins, bóndinn á Þorvaldseyri, játaði sig sigraðan gagnvart náttúruöflunum og lýsti því yfir að hlé yrði á búskap um óákveðinn tíma á þessu eina glæsilegasta býli landsins. 21. apríl 2010 19:19 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Sjá meira
Þorvaldseyri: Bestu túnin þar sem mesta askan féll Heyskapur hófst undir Eyjafjöllum í dag, viku síðar en í fyrra. Bóndinn á Þorvaldseyri segir öskuna spara sér mikinn áburð og bestu túnin séu þar sem mesta askan féll. 15. júní 2011 18:46
Eðjan eins og flæðandi steypa Almannavarnir segja afar mikilvægt að fólk virði bannsvæði við Eyjafjallajökul. Hætta er á að eðjuflóð falli víða við jökulinn vegna mikillar úrkomu á svæðinu. Aurflóð sem helst líktist flæðandi steypu féll í farvegi Svaðbælisár í dag. 19. maí 2010 18:37
Bóndi ekur í fyrsta sinn á olíu af eigin akri Olíuframleiðsla er hafin á Þorvaldseyri og ók Ólafur Eggertsson bóndi í fyrsta sinn í dag traktor sem gekk fyrir olíu af hans eigin akri. Hjá Siglingastofnun vonast menn til að íslenski fiskiskipaflotinn verði í framtíðinni knúinn með íslenskri jurtaolíu. 11. nóvember 2010 18:51
Eins og komið sé í land dauðans „Þar sem þetta er verst er eins og verið sé að koma inn í land dauðans,“ segir Ólafía Aðalsteinsdóttir, starfsmaður útibúaþjónustu Landsbankans, um þær aðstæður sem mættu sjálfboðaliðum í hreinsunarstarfi undir Eyjafjöllum í vikunni. Hún segir að víða megi sjá gras og annan gróður stinga sér upp úr öskunni, en annars staðar sé stemningin eins og eftir kjarnorkusprengingu. Ekki sjáist annað en svart og grátt í umhverfinu. 29. maí 2010 02:00
Fjölskyldan á Þorvaldseyri gerir hlé á búskap um óákveðinn tíma Byggðin undir Eyjafjöllum varð fyrir miklu áfalli í dag þegar oddviti héraðsins, bóndinn á Þorvaldseyri, játaði sig sigraðan gagnvart náttúruöflunum og lýsti því yfir að hlé yrði á búskap um óákveðinn tíma á þessu eina glæsilegasta býli landsins. 21. apríl 2010 19:19