Fótbolti

Zlatan skoraði tvö í síðasta deildarleiknum og sló met

Anton Ingi Leifsson skrifar
Zlatan fagnar marki í kvöld.
Zlatan fagnar marki í kvöld. vísir/getty
Zlatan Ibrahimovic spilaði í kvöld sinn síðasta leik fyrir PSG í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en hann skoraði tvö mörk í 4-0 sigri PSG á Nantes.

Zlatan kom PSG yfr á tíundu múnútu og Lucas Moura bætti við marki fyrir hlé. Marquinhos skoraði svo þriðja markið á 52. mínútu, áður en Zlatan skoraði sitt annað mark og fjórða mörk PSG á 89. mínútu.

Með mörkunum tveimur setti hann félagsmet, en hann skoraði 38 mörk á tímabilinu í 31 leik sem er félagsmet. Hann hirti markakóngstitilinn, en hann var sautján mörkum fyrir ofan Alexander Lacazette hjá Lyon.

Þessi 34 ára gamli Svíi skoraði 154 í 179 leikjum á árunum fjórum í Frakklandi. Hann spilar svo sinn allra síðasta leik fyrir PSG næsta laugardag þegar PSG mætir Marseille í úrslitaleik franska bikarsins.

Leikmenn beggja liða stöðvuðu eftir tíu mínútna leik og allir á vellinum stóðu upp og klöppuðu fyrir Svíanum, en þannig þökkuðu stuðningsmenn PSG honum fyrir allt sem hann hefur gert fyrir félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×