Fótbolti

Ari Freyr reddaði Rúnari í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ari Freyr Skúlason fagnar góðu gengi á EM með barninu sínu.
Ari Freyr Skúlason fagnar góðu gengi á EM með barninu sínu. Vísir/Getty
Íslenski landsliðsbakvörðurinn Ari Freyr Skúlason var á skotskónum í kvöld þegar Lokeren gerði 1-1 jafntefli við topplið Zulte-Waregem í belgísku úrvalsdeildinni.

Rúnar Kristinsson hefur nú stýrt liðinu í fimm deildarleikjum og aðeins einn þeirra hefur tapast.

Zulte-Waregem kom yfir í 1-0 á 31. mínútu leiksins en Ari mætti á skotskónum inn í seinni hálfleikinn eftir hálfleiksræðuna frá Rúnari.

Ari Freyr skoraði jöfnunarmarkið á 46. mínútu en þetta var hans annað mark á tímabilinu. Hann skoraði einnig í 1-1 jafnteflisleik á móti Beveren í september.   

Ari Freyr ætlaði líkalega bara að gefa fyrir markið en fyrirgjöf hans sveif yfir markvörðinn og í marknetið.

Ari Freyr spilaði í vinstri bakverðinum og Sverrir Ingason var í miðverðinum hjá Lokeren í þessum leik. Ari Freyr fékk gula spjaldið á 30. Mínútu en Sverrir slapp við spjöld í kvöld.

Þetta var fimmti deildarleikur Lokeren undir stjórn Rúnars Kristinssonar en liðið hefur hefur leikið þrjá deildarleiki í röð án þess að tapa og náð í þeim 7 stigum af 9 mögulegum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×