Íslenski boltinn

Blikum mistókst að komast á toppinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Blikar misstu af tækifærinu til að fara á toppinn.
Blikar misstu af tækifærinu til að fara á toppinn. vísir/eyþór
Breiðablik varð af mikilvægum stigum í Pepsi-deild kvenna þegar Íslandsmeistararnir gerðu markalaust jafntefli við Selfoss á heimavelli.

Blikar misstu þarna af tækifærinu til að komast upp fyrir Stjörnuna og tylla sér á topp deildarinnar.

Breiðablik var miklu meira með boltann í leiknum og sótti stíft en markið kom ekki. Berglind Björg Þorvaldsdóttir komst næst því að skora þegar hún skaut í slá á 19. mínútu.

Blikar eru með 25 stig í 2. sæti deildarinnar, jafnmörg og Stjarnan en verri markatölu.

Selfyssingar, sem náðu sér í mikilvægt stig í kvöld, eru hins vegar í 8. sætinu með 10 stig, fjórum stigum frá fallsæti.

Upplýsingar um úrslit og gang leiksins eru fengnar frá Úrslit.net og Fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×