Viðskipti innlent

Markaðir á hraðri uppleið í kjölfar kosninga

Sæunn Gísladóttir skrifar
Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,72 prósent í dag.
Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,72 prósent í dag. Vísir
Gengi hlutabréfa skráðra félaga í Kauphöllinni hefur rokið upp í dag eftir að niðurstöður kosninganna lágu fyrir. Sjálfstæðisflokkurinn vann á og hlaut 29 prósent atkvæða. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,72 prósent í dag.

Svo virðist sem fjárfestar séu með aukna trú á mörkuðum í kjölfar þessara niðurstaða, engin félög eru rauð í dag. Gengi hlutabréfa í HB Granda hafa hækkað mest, eða um 4,63 prósent í 89 milljón króna viðskiptum. Gengi hlutabréfa í Sjóvá hafa svo hækkað um 3,47 prósent í 271 milljón króna viðskiptum.

Fyrir helgi kynntu mörg félög uppgjör þriðja ársfjórðungs og því má ætla að einhver áhrif séu af jákvæðum niðurstöðum sumra þeirra á mörkuðum.

Markaðir titruðu eilítið í aðdraganda kosninga og eins og Vísir greindi frá voru dæmi um að félög væru að bíða með skráningu fyrr en ljóst væri hvernig kosningarnar væru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×