Fótbolti

Birkir hafði betur gegn Rúnari

Anton Ingi Leifsson skrifar
Birkir fagnar marki í búningi Basel.
Birkir fagnar marki í búningi Basel. vísir/getty
Birkir Bjarnason og félagar í Basel eru með tólf stiga forskot á toppi svissnesku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Grasshopper í dag.

Um Íslendingaslag var að ræða, en með Grasshopper leikur annar landsliðsmaður, Rúnar Már Sigurjónsson. Matias Emilio Delgado skoraði bæði mörk Basel í fyrri hálfleik og lokatölur 2-0.

Birkir spilaði allan leikinn fyrir Basel sem er á toppnum, en Rúnar Már Sigurjónsson kom inná sem varamaður á 58. mínútu í liði Grasshopper sem er í sjöunda sætinu með fimmtán stig.

Ari Freyr Skúlason og Sverrir Ingi Ingason spiluðu allan leikinn fyrir Lokeren sem gerði 2-2 jafntefli við Eupen, en Bob Straetman bjargaði stigi fyrir Lokeren á lokamínútunum.

Rúnar Kristinsson tók við liði Lokeren í vikunni, en hann stýrði ekki liðinu í kvöld enda skrifaði hann einungis undir fyrir fáeinum dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×