Viðskipti innlent

Smásöluverslun eykst mikið

Svavar Hávarðsson skrifar
Menn gera vel við sig í mat og drykk þessa dagana.
Menn gera vel við sig í mat og drykk þessa dagana. vísir/valli
Mikil veltuaukning var í smásöluverslun í septembermánuði, samkvæmt samantekt Rannsóknaseturs verslunarinnar (RV). Þetta er til marks um greinilega kaupmáttaraukningu frá sama mánuði í fyrra, segir í frétt RV.

Í sumum vöruflokkum jókst veltan um fjórðung frá því í fyrra, má þar nefna húsgögn, byggingavöru og snjallsíma. Velta dagvöruverslana var 9,1 prósenti meiri en í september í fyrra og sala áfengis í september, í lítrum talið, um 15,7 prósentum meiri á milli ára.

Kippur varð í fataverslun í september, sem var 8,3 prósentum meiri en í sama mánuði í fyrra. Að magni til jókst sala á fötum um 14,8 prósent. Magnaukningin orsakast af því að verð á fötum var 5,7 prósentum lægra en í samanburðarmánuðinum í fyrra. Þetta skýrist væntanlega aðallega af afnámi tolla á föt um síðustu áramót, er mat RV.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×