Fótbolti

Karlremban látin æfa með kvennaliðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Karlremban Thomas Koubek.
Karlremban Thomas Koubek. vísir/epa
Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag kom tékkneski markvörðurinn Thomas Koubek sér í klandur fyrir karlrembuleg ummæli sín eftir leik Sparta Prag og Zbrojovka Brno um síðustu helgi.

Koubek var ekki sáttur með frammistöðu kvenkyns aðstoðardómara í leiknum en hún dæmdi ekki rangstöðu þegar leikmaður Zbrojovka Brno jafnaði metin í 3-3 í uppbótartíma.

Koubek var ekki skemmt og eftir leikinn sagði hann að konur ættu ekki að dæma karlafótbolta. Þeirra staður væri við eldavélina.

Í dag bárust svo fréttir af því að Koubek hefði verið látinn æfa með kvennaliði Spörtu Prag, ásamt samherja sínum, Lukas Vacha, sem kallaði umræddan aðstoðardómara eldabusku eftir leikinn um helgina.

Koubek og Vacha hafa báðir beðist afsökunar á ummælum sínum en þeir munu æfa með kvennaliðinu næstu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×