Innlent

Sigmundur Davíð mættur á þingflokksfund

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sigmundur Davíð á fundinum.
Sigmundur Davíð á fundinum. Vísir/Vilhelm
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrum formaður Framsóknarflokksins, mætti á þingflokksfund Framsóknarflokksins sem nú stendur yfir í Alþingishúsinu. Þar er hann staddur ásamt arftaka sínum, Sigurði Inga Jóhannssyni, núverandi formanni flokksins, sem og öðrum þingmönnum flokksins. Fundurinn hófst klukkan þrjú og mætti Sigmundur Davíð um tíu mínútum of seint á fundinn.

Samkvæmt heimildum fréttastofu er Sigmundur Davíð að einangra sig frá öðrum þingmönnum flokksins og hugnast ekki að vinna með Sigurði Inga og öðrum þingmönnum í sátt. Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi tókust á í hörðum formannsslag skömmu fyrir þingkosningarnar þar sem Sigurður Ingi hafði betur.

Í yfirlýsingu sem Sigmundur Davíð sendi til samflokksmanna sinni í Norðausturkjördæmi í gær sagði hann að honum hefði sárnað hart hafi verið gengið fram við að reyna að koma sér frá. Harmaði hann það að ákveðinn hópur hefði hvatt kjósendur Framsóknarflokksins til þess að strika sig út, en Sigmundur Davíð var sá stjórnmálamaður sem oftast var strikaður út í kjördæminu.

Frá fundinum sem nú stendur yfir.Vísir/Lillý

Tengdar fréttir

Sigmundur Davíð er sagður einangra sig

Heimildarmenn innan Framsóknar segja Sigmund Davíð einangra sig frá flokknum. Formaðurinn fyrrverandi sagðist geta sótt meira fylgi en Sigurður Ingi. Niðurstaðan í Norðausturkjördæmi er sögð sýna fram á annað.

Sigmundur Davíð: Hefði farið með flokkinn í 19%

"Það er ekki hægt að gera annað en að viðurkenna að þetta er ekki góð niðurstaða. En þetta kemur kannski ekki á öllu leyti að óvart eftir það sem á undan er gengið," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×