Viðskipti innlent

Eimskip kaupir í Noregi

Hafliði Helgason skrifar
Mynd úr safni af Dettifossi, skipi Eimskips.
Mynd úr safni af Dettifossi, skipi Eimskips.
Eimskip hefur keypt norska flutningafyrirtækið Nor Lines. Áætluð ársvelta Nor Lines er 110 milljónir evra eða um 13,6 milljarðar króna. Til samanburðar var velta Eimskips síðasta ár um 500 milljónir evra eða ríflega 60 milljarðar króna.

Rekstur Nor Lines hefur verið erfiður á undanförnum árum og verður starfsemin endurskipulögð með því að aðlaga reksturinn núverandi starfsemi Eimskips í Noregi. Kaupin voru fjármögnuð með handbæru fé. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×