Erlent

Bretar spurðir út í Iceland-deiluna: „Ég hugsa bara um matvöruverslunina“

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Verslun Iceland.
Verslun Iceland. Vísir/AFP
Breska fréttastofan Sky News tók á dögunum vegfarendur tali vegna deilunnar sem upp er komin á milli íslenskra stjórnvalda og bresku matvöruverslanakeðjunnar Iceland, en utanríkisráðuneytið vill ógildingu á skráningu á vörumerkinu Iceland í ríkjum Evrópusambandsins.

Vegfarendur voru spurðir hvað kæmi fyrst í huga þeirra þegar þeir heyrðu orðið Iceland. „Ég hugsa bara um matvöruverslunina, bara það,“ sagði einn vegfarandi. „Ég hugsa um landið, því ég versla ekki í Iceland,“ sagði annar.

Myndskeiðið má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×