Sif Atladóttir lék allan leikinn fyrir Kristianstad sem gerði 1-1 jafntefli við Vittsjö í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar Kristianstad sem lenti undir á 28. mínútu. Sjö mínútum síðar jafnaði lið Elísabetar en meira var ekki skorað í leiknum.
Kristianstad er þremur stigum frá fallsæti í 10. sæti deildarinnar með 13 stig.
Á sama tíma lék Anna Björk Kristjánsdóttir allan leikinn í vörn Örebro sem tapaði 3-1 fyrir Gautaborg á heimavelli.
Örebro er með 17 stig í 9. sæti deildarinnar.
