Íslenski boltinn

Davíð Þór: Þurfum að vinna þrjá leiki í viðbót til að vinna þetta mót

Stefán Árni Pálsson skrifar
Davíð í leik með FH.
Davíð í leik með FH.
„Á endanum var þetta nokkuð þægilegur sigur hjá okkur, við fengum frekar ódýrt mörk,“ segir Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, eftir sigurinn í kvöld.

FH vann Leikni, 4-1, í 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins og er liðið því komið áfram í 8-liða úrslitin.

„Það hjálpaði okkur mjög mikið að bæta við öðru marki í upphafi síðari hálfleiksins. Við vorum staðráðnir í því að reyna svona að klára þennan leik með stæl og gefa ekki færi á neinu.“

FH varð síðast bikarmeistari árið 2010.

„Það er alltaf þannig að við viljum vinna það sem er í boði og það hefur alltaf verið þannig undanfarin ár. Okkur hefur aftur á móti gengið mjög illa í bikarnum og það er eitthvað sem við höfum talað um og erum staðráðnir í að breyta því. Við þurfum að vinna þrjá leiki í viðbóta til að vinna þetta mót og ég hef trú á því að það gangi eftir.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×