Nígeríska landsliðið í knattspyrnu verður væntanlega ekki komið til Brasilíu fyrr en nokkrum klukkutímum fyrir sinn fyrsta leik.
Ástæðan er sú að liðið bíður nú í Atlanta í Bandaríkjunum og leiguflugvél landsliðsins neitar að fljúga lengra. Það er nefnilega ekki búið að greiða flugfélaginu og vélin mun ekki hreyfast fyrr en greiðsla berst.
Íþróttasamband Nígeríu er ábyrgt fyrir greiðslunni og það er víst meira að segja það að millifæra stóra upphæð þar í landi. Greiðslan þarf að fara í gegnum nokkra banka með tilheyrandi veseni.
Nígería á að spila gegn Japan á föstudag en liðið er einnig í riðli með Svíþjóð og Kólumbíu.
Leikmenn liðsins eru orðnir mjög pirraðir á biðinni í Atlanta. Segjast vera klárir í að hoppa upp í vél á hverri stundu en ekkert gerist.
Neita að fljúga nígeríska landsliðinu til Ríó
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið






Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport
Enski boltinn


Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands
Enski boltinn


Steinunn hætt í landsliðinu
Handbolti