Hálfri milljón safnað á nokkrum klukkutímum: "Þykir mjög vænt um að finna fyrir þessum stuðningi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. maí 2016 09:56 „Ég skil ekki hvaðan þessi velvild er öll sömul komin,“ segir vísindamaðurinn Sævar Helgi Bragason í samtali við Vísi. Frá því var greint í gær að Stjörnufræðivefur Sævars Helga væri komin í gjaldþrot en ástæðuna má rekja til kaupa vefsins á sólmyrkvagleraugum fyrir grunnskólabörn landsins í mars í fyrra.Sævar ræddi málin í Brennslunni á FM 957 í morgun. Viðtalið má heyra hér að ofan. Sævar Helgi útskýrði í samtali við Vísi í gær að misskilningur á milli hans og endurskoðanda hans hefði verið að ræða. Vefurinn skuldaði 450 þúsund krónur í virðisaukaskatt sem væri ástæða þess að vefurinn var úrskurðaður gjaldþrota. Skemmst er frá því að segja að síðan tíðindi af gjaldþrotinu voru flutt í fjölmiðlum í gær er staðan breytt. Fólk úr öllum áttum hefur lagt peninga inn á reikning Sævars Helga og þegar Sævar athugaði stöðuna í gærkvöldi höfðu rúmlega 450 þúsund krónur safnast.Sólmyrkvann í fyrra má sjá í myndbandinu að neðan.Hálft tonn af sólmyrkvagleraugum „Ég er á leiðinni til endurskoðandans fljótlega og sjá hvað hægt er að gera,“ segir Sævar Helgi glaður í bragði. Fjölmargir hafi spurt hann í gær hvernig það gæti lagt sitt af mörkum og hafi hann bent því á reikningsnúmer vefsins þar sem hægt væri að styrkja hann. „Það fór aldeilis á flug,“ segir Sævar sem átti eftir að skoða stöðuna í dag. „Ef það kemur eitthvað meira, sem mig grunar, mun allt aukalega verða notað í frekara fræðslustarf,“ segir Sævar Helgi sem sá til þess að 70 þúsund sólmyrkvagleraugu rötuðu til grunnskóla landsins í aðdraganda sólmyrkvans í fyrra. Sævar Helgi segist hafa orðið var við að fólk deildi fréttum af gjaldþrotinu í gær og greinilegt að margir vildu hjálpa. Hann hafi ætlað að greiða þetta sjálfur en hann sé afskaplega þakklátur að þurfa ekki að gera það.Óskar Páll Elfarsson tók þessa glæsilegu mynd af unnustu sinni á sólmyrkvanum í fyrra.MYnd/Óskar Páll ElfarssonVill sjónauka í alla grunskóla „Manni líður stundum eins og maður sé einn í öllu og þykir mjög vænt um að finna fyrir þessum stuðningi. Ég kann þessu fólki bestu þakkir fyrir og veit ekki hvernig ég get þakkað því nægjanlega,“ segir Sævar. Hann vonast til þess að vesenið með skattinn verði úr sögunni en viðurkennir að hann viti ekki neitt um það hvernig þau mál gangi fyrir sig. „Mér skilst að skatturinn geti verið harður í horn að taka en ég vona að þeir sjái aumur á manni. Þetta eru ekki stjarnfræðilegar upphæðir.“ Aðspurður um næstu verkefni segist Sævar Helgi áfram vilja efla vísindastarf í skólum hér á landi. Næsti draumur sé að útvega öllum grunnskólum sjónauka til að geta skoðað sólina. „Það væri stærðarinnar verkefni,“ segir Sævar Helgi. Þá geti krakkarnir skoðað hvernig sólin snýst, séð hvernig sólblettir breytast, fylgst með virku svæðunum þar sem sprengingar verða sem að einhverjum tíma liðnum valda norðurljósum. „Það þarf að halda áfram að efla vísindastarf. Ekki eru sveitarfélögin og ríkið að standa sig.“ Tengdar fréttir Tók einstakar myndir af sólmyrkvanum og unnustu sinni "Mig langaði að gera eitthvað öðruvísi við myrkvann en bara að mynda sólina á himninum,“ segir Óskar Páll Elfarsson. 21. mars 2015 12:52 „Vonum að fólkið sem sá myrkvann sé hamingjusamt“ Sólmyrkvinn fór fram úr björtustu vonum formanns Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. 20. mars 2015 12:43 Fólk hópaðist saman til að fylgjast með sólmyrkvanum Mikill fjöldi er saman kominn, meðal annars við Háskóla Íslands, Hörpu, Hallgrímskirkju, Perluna og þar sem hof ásatrúarmanna rís í Öskjuhlíð. 20. mars 2015 09:25 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Fleiri fréttir Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Sjá meira
„Ég skil ekki hvaðan þessi velvild er öll sömul komin,“ segir vísindamaðurinn Sævar Helgi Bragason í samtali við Vísi. Frá því var greint í gær að Stjörnufræðivefur Sævars Helga væri komin í gjaldþrot en ástæðuna má rekja til kaupa vefsins á sólmyrkvagleraugum fyrir grunnskólabörn landsins í mars í fyrra.Sævar ræddi málin í Brennslunni á FM 957 í morgun. Viðtalið má heyra hér að ofan. Sævar Helgi útskýrði í samtali við Vísi í gær að misskilningur á milli hans og endurskoðanda hans hefði verið að ræða. Vefurinn skuldaði 450 þúsund krónur í virðisaukaskatt sem væri ástæða þess að vefurinn var úrskurðaður gjaldþrota. Skemmst er frá því að segja að síðan tíðindi af gjaldþrotinu voru flutt í fjölmiðlum í gær er staðan breytt. Fólk úr öllum áttum hefur lagt peninga inn á reikning Sævars Helga og þegar Sævar athugaði stöðuna í gærkvöldi höfðu rúmlega 450 þúsund krónur safnast.Sólmyrkvann í fyrra má sjá í myndbandinu að neðan.Hálft tonn af sólmyrkvagleraugum „Ég er á leiðinni til endurskoðandans fljótlega og sjá hvað hægt er að gera,“ segir Sævar Helgi glaður í bragði. Fjölmargir hafi spurt hann í gær hvernig það gæti lagt sitt af mörkum og hafi hann bent því á reikningsnúmer vefsins þar sem hægt væri að styrkja hann. „Það fór aldeilis á flug,“ segir Sævar sem átti eftir að skoða stöðuna í dag. „Ef það kemur eitthvað meira, sem mig grunar, mun allt aukalega verða notað í frekara fræðslustarf,“ segir Sævar Helgi sem sá til þess að 70 þúsund sólmyrkvagleraugu rötuðu til grunnskóla landsins í aðdraganda sólmyrkvans í fyrra. Sævar Helgi segist hafa orðið var við að fólk deildi fréttum af gjaldþrotinu í gær og greinilegt að margir vildu hjálpa. Hann hafi ætlað að greiða þetta sjálfur en hann sé afskaplega þakklátur að þurfa ekki að gera það.Óskar Páll Elfarsson tók þessa glæsilegu mynd af unnustu sinni á sólmyrkvanum í fyrra.MYnd/Óskar Páll ElfarssonVill sjónauka í alla grunskóla „Manni líður stundum eins og maður sé einn í öllu og þykir mjög vænt um að finna fyrir þessum stuðningi. Ég kann þessu fólki bestu þakkir fyrir og veit ekki hvernig ég get þakkað því nægjanlega,“ segir Sævar. Hann vonast til þess að vesenið með skattinn verði úr sögunni en viðurkennir að hann viti ekki neitt um það hvernig þau mál gangi fyrir sig. „Mér skilst að skatturinn geti verið harður í horn að taka en ég vona að þeir sjái aumur á manni. Þetta eru ekki stjarnfræðilegar upphæðir.“ Aðspurður um næstu verkefni segist Sævar Helgi áfram vilja efla vísindastarf í skólum hér á landi. Næsti draumur sé að útvega öllum grunnskólum sjónauka til að geta skoðað sólina. „Það væri stærðarinnar verkefni,“ segir Sævar Helgi. Þá geti krakkarnir skoðað hvernig sólin snýst, séð hvernig sólblettir breytast, fylgst með virku svæðunum þar sem sprengingar verða sem að einhverjum tíma liðnum valda norðurljósum. „Það þarf að halda áfram að efla vísindastarf. Ekki eru sveitarfélögin og ríkið að standa sig.“
Tengdar fréttir Tók einstakar myndir af sólmyrkvanum og unnustu sinni "Mig langaði að gera eitthvað öðruvísi við myrkvann en bara að mynda sólina á himninum,“ segir Óskar Páll Elfarsson. 21. mars 2015 12:52 „Vonum að fólkið sem sá myrkvann sé hamingjusamt“ Sólmyrkvinn fór fram úr björtustu vonum formanns Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. 20. mars 2015 12:43 Fólk hópaðist saman til að fylgjast með sólmyrkvanum Mikill fjöldi er saman kominn, meðal annars við Háskóla Íslands, Hörpu, Hallgrímskirkju, Perluna og þar sem hof ásatrúarmanna rís í Öskjuhlíð. 20. mars 2015 09:25 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Fleiri fréttir Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Sjá meira
Tók einstakar myndir af sólmyrkvanum og unnustu sinni "Mig langaði að gera eitthvað öðruvísi við myrkvann en bara að mynda sólina á himninum,“ segir Óskar Páll Elfarsson. 21. mars 2015 12:52
„Vonum að fólkið sem sá myrkvann sé hamingjusamt“ Sólmyrkvinn fór fram úr björtustu vonum formanns Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. 20. mars 2015 12:43
Fólk hópaðist saman til að fylgjast með sólmyrkvanum Mikill fjöldi er saman kominn, meðal annars við Háskóla Íslands, Hörpu, Hallgrímskirkju, Perluna og þar sem hof ásatrúarmanna rís í Öskjuhlíð. 20. mars 2015 09:25