Fótbolti

Stíflan brast loksins hjá Brössum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gabriel Barbosa og Neymar höfðu ástæðu til að fagna gegn Dönum.
Gabriel Barbosa og Neymar höfðu ástæðu til að fagna gegn Dönum. vísir/getty
Brasilíumönnum tókst loksins að skora í þriðja leik sínum á Ólympíuleikunum í Ríó.

Brasilía mætti Danmörku í lokaleik sínum í A-riðli og eftir markalaus jafntefli í fyrstu tveimur leikjunum hrukku Brassar loks í gang.

Gabriel „Gabigol“ Barbosa skoraði tvö mörk fyrir Brasilíu og þeir Gabriel Jesus og Luan sitt markið hvor.

Brasilía vann riðilinn með fimm stig og Danir fóru áfram með þeim. Í hinum leik riðilsins gerðu Írak og Suður-Afríka markalaust jafntefli. Hvorugt liðanna komst áfram í 8-liða úrslit.

Í B-riðli tryggði Kólumbía sér sæti í 8-liða úrslitunum með 2-0 sigri á Nígeríu. Tapið breytti litlu fyrir Nígeríumenn sem unnu riðilinn með sex stig. Kólumbía kom næst með fimm stig.

Í hinum leik riðilsins vann Japan 1-0 sigur á Svíþjóð. Bæði lið sátu eftir.

Í 8-liða úrslitunum sem hefjast á laugardaginn mætir heimaliðið, Brasilía, Kólumbíu, Suður-Kórea og Hondúras eigast við, Þýskaland mætir Portúgal og Nígería leikur gegn Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×