Benedikt verði forsætisráðherra Snærós Sindradóttir skrifar 4. nóvember 2016 08:00 Benedikt Jóhannesson og Óttarr Proppé hafa myndað bandalag í stjórnarmyndunarviðræðunum. Óttarr var í öðru bandalagi fyrir kosningar með Pírötum, VG og Samfylkingu. vísir/Anton Brink Formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar funduðu með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, á miðvikudag þar sem meðal annars var viðruð sú hugmynd að ríkisstjórn yrði mynduð með Sjálfstæðisflokki undir forystu Benedikts Jóhannessonar. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en jafnframt að áður en forseti Íslands afhenti stjórnarmyndunarumboðið hafi Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, falast eftir stuðningi Pírata til að fá stjórnarmyndunarumboðið. Það kom rækilega á óvart á mánudag þegar Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, óskaði eftir því við forseta Íslands að Benedikt fengi stjórnarmyndunarumboðið. Benedikt og Óttarr hafa nú myndað bandalag og gengu saman á fund Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokks, í gær. Heimildir Fréttablaðsins herma að á miðvikudag hafi formennirnir reynt að byggja brú á milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks með því að leggja til að Benedikt, en ekki Bjarni Benediktsson, yrði forsætisráðherra. Málefni hafi ekki verið rædd á fundinum.Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingurVísir/STÖÐ 2Katrín Jakobsdóttir fundaði einnig með Bjarna í gær. Fundurinn var nær tveggja tíma langur en flokkarnir náðu ekki saman. „Það er langt á milli þessara flokka málefnalega og við fórum yfir skattamál, menntamál og heilbrigðismál. Það var mikið að ræða enda langt á milli. Þetta voru bara rökræður um þetta og engin niðurstaða úr því.“ Katrín hefur rætt við formenn allra flokka. Heimildir Fréttablaðsins herma að innan Bjartrar framtíðar séu margir hissa á samstarfi við Viðreisn. Fyrrverandi þingmenn flokksins óttast að við kosningar hafi flokkurinn færst til hægri. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segist ekki viss um að samstarf Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sé klókt „Þetta er auðvitað allt einhvers konar Hungurleikar. Eins konar taktík sem þeir hafa ákveðið að myndi henta þeim. Mér finnst athyglisvert hversu opinskátt það er. Í aðdraganda kosninganna var Björt framtíð í allt öðru bandalagi með þremur öðrum flokkum á vinstri væng og hefur nú snúið sér til hægri til Viðreisnar. Þetta er því kannski frekar eins konar hentugleikasamband en hjónaband. Hvort þetta séu aðeins skyndikynni á eftir að koma í ljós.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Óttarr og Benedikt fara á fund Bjarna Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar eru farnir til fundar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. 3. nóvember 2016 15:02 Óttarr Proppé: DAC-stjórn yrði ekki sú sterkasta Sammála Bjarna Benediktssyni um að DAC-stjórn hefði helst til of tæpan meirihluta. 3. nóvember 2016 10:53 Óttarr og Benedikt munu mæta saman til fundar við Bjarna Þeir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar munu mæta saman til fundar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins í Ráðherrabústaðnum síðdegis í dag. 3. nóvember 2016 10:15 Benedikt og Óttarr farnir frá Bjarna: Ítrekaði að Viðreisn færi ekki í stjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsókn Óttarr og Benedikt ræddu stuttlega við fréttamenn að fundi loknum og sögðu að engar ákvarðanir hafi verið teknar um ríkisstjórnarsamstarf né um áframhaldandi viðræður 3. nóvember 2016 17:15 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira
Formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar funduðu með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, á miðvikudag þar sem meðal annars var viðruð sú hugmynd að ríkisstjórn yrði mynduð með Sjálfstæðisflokki undir forystu Benedikts Jóhannessonar. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en jafnframt að áður en forseti Íslands afhenti stjórnarmyndunarumboðið hafi Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, falast eftir stuðningi Pírata til að fá stjórnarmyndunarumboðið. Það kom rækilega á óvart á mánudag þegar Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, óskaði eftir því við forseta Íslands að Benedikt fengi stjórnarmyndunarumboðið. Benedikt og Óttarr hafa nú myndað bandalag og gengu saman á fund Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokks, í gær. Heimildir Fréttablaðsins herma að á miðvikudag hafi formennirnir reynt að byggja brú á milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks með því að leggja til að Benedikt, en ekki Bjarni Benediktsson, yrði forsætisráðherra. Málefni hafi ekki verið rædd á fundinum.Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingurVísir/STÖÐ 2Katrín Jakobsdóttir fundaði einnig með Bjarna í gær. Fundurinn var nær tveggja tíma langur en flokkarnir náðu ekki saman. „Það er langt á milli þessara flokka málefnalega og við fórum yfir skattamál, menntamál og heilbrigðismál. Það var mikið að ræða enda langt á milli. Þetta voru bara rökræður um þetta og engin niðurstaða úr því.“ Katrín hefur rætt við formenn allra flokka. Heimildir Fréttablaðsins herma að innan Bjartrar framtíðar séu margir hissa á samstarfi við Viðreisn. Fyrrverandi þingmenn flokksins óttast að við kosningar hafi flokkurinn færst til hægri. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segist ekki viss um að samstarf Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sé klókt „Þetta er auðvitað allt einhvers konar Hungurleikar. Eins konar taktík sem þeir hafa ákveðið að myndi henta þeim. Mér finnst athyglisvert hversu opinskátt það er. Í aðdraganda kosninganna var Björt framtíð í allt öðru bandalagi með þremur öðrum flokkum á vinstri væng og hefur nú snúið sér til hægri til Viðreisnar. Þetta er því kannski frekar eins konar hentugleikasamband en hjónaband. Hvort þetta séu aðeins skyndikynni á eftir að koma í ljós.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Óttarr og Benedikt fara á fund Bjarna Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar eru farnir til fundar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. 3. nóvember 2016 15:02 Óttarr Proppé: DAC-stjórn yrði ekki sú sterkasta Sammála Bjarna Benediktssyni um að DAC-stjórn hefði helst til of tæpan meirihluta. 3. nóvember 2016 10:53 Óttarr og Benedikt munu mæta saman til fundar við Bjarna Þeir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar munu mæta saman til fundar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins í Ráðherrabústaðnum síðdegis í dag. 3. nóvember 2016 10:15 Benedikt og Óttarr farnir frá Bjarna: Ítrekaði að Viðreisn færi ekki í stjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsókn Óttarr og Benedikt ræddu stuttlega við fréttamenn að fundi loknum og sögðu að engar ákvarðanir hafi verið teknar um ríkisstjórnarsamstarf né um áframhaldandi viðræður 3. nóvember 2016 17:15 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira
Óttarr og Benedikt fara á fund Bjarna Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar eru farnir til fundar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. 3. nóvember 2016 15:02
Óttarr Proppé: DAC-stjórn yrði ekki sú sterkasta Sammála Bjarna Benediktssyni um að DAC-stjórn hefði helst til of tæpan meirihluta. 3. nóvember 2016 10:53
Óttarr og Benedikt munu mæta saman til fundar við Bjarna Þeir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar munu mæta saman til fundar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins í Ráðherrabústaðnum síðdegis í dag. 3. nóvember 2016 10:15
Benedikt og Óttarr farnir frá Bjarna: Ítrekaði að Viðreisn færi ekki í stjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsókn Óttarr og Benedikt ræddu stuttlega við fréttamenn að fundi loknum og sögðu að engar ákvarðanir hafi verið teknar um ríkisstjórnarsamstarf né um áframhaldandi viðræður 3. nóvember 2016 17:15