Sádar og bandamenn draga úr samskiptum við Íran Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2016 17:55 Barein, Súdan og Sameinuðu arabísku furstaveldin hafa dregið úr eða slitið stjórnmálasamskiptum við Íran í dag. Yfirvöld Sádi-Arabíu ákváðu í gær að slíta öllum stjórnmálasamskiptum við Íran í gær. Írönskum embættismönnum voru gefnir tveir dagar til að yfirgefa landið. Yfirvöld í Sómalíu hafa einnig gagnrýnt Íran í dag. Ráðist var á sendiráð Sádi-Arabíu í Íran eftir að yfirvöld í Riyadh tóku sjítaklerkinn Sheikh Nimr al Nimr af lífi um helgina. Hann var sakaður um að leggja á ráðin og ýta undir hryðjuverk í Sádi-Arabíu. Auk hans voru 46 aðrir teknir af lífi sem sakaðir voru um að vera meðlimir Al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna.Sjá einnig: Slíta stjórnmálasambandi við Íran Sádi-Arabía, sem tilheyrir Súnnítum, og Íran, sem tilheyri sjítum, hafa lengi eldað grátt silfur saman. Sádar segjast hafa beðið yfirvöld í Teheran að standa vörð um sendiráð sitt um helgina, en ekki hafi verið orðið við því. Bensínsprengjum var kastað í sendiráðið og réðust mótmælendur þar inn.Tilkynnt var í Sádi-Arabíu í dag að auk þess að slíta samskiptum ætli Sádar einnig að stöðva flug á milli ríkjanna og viðskipti þeirra á milli. Pílagrímum verður þó áfram leyft að ferðast frá Íran til Sádi-Arabíu.Sádar segja að Íran verði að haga sér eins og „alvöru ríki“ ef að stjórnmálasamskipti þeirra eigi að komast aftur í fyrra horf. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar hafa stórveldi heimsins reynt að draga úr spennu á milli ríkjanna í dag. Yfirvöld í Bandaríkjunum, Rússlandi og Þýskalandi hafa meðal annars kallað eftir viðræðum á milli Íran og Sádi-Arabíu. Deilurnar munu líklega draga úr líkum á því að viðræður um frið í Sýrlandi beri árangur. Íran hefur staðið við bakið á Bashar al-Assad og Sádar hafa styrkt uppreisnarhópa í Sýrlandi. Þá stendur Sádi-Arabía í hernaði í Jemen gegn Hútum, sem sagðir eru vera studdir af Íran. Þar að auki hækkaði heimsmarkaðsverð á olíu um tíma í dag vegna deilnanna, en það hefur þó lækkað aftur eftir slæmt gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum og Kína. Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Barein, Súdan og Sameinuðu arabísku furstaveldin hafa dregið úr eða slitið stjórnmálasamskiptum við Íran í dag. Yfirvöld Sádi-Arabíu ákváðu í gær að slíta öllum stjórnmálasamskiptum við Íran í gær. Írönskum embættismönnum voru gefnir tveir dagar til að yfirgefa landið. Yfirvöld í Sómalíu hafa einnig gagnrýnt Íran í dag. Ráðist var á sendiráð Sádi-Arabíu í Íran eftir að yfirvöld í Riyadh tóku sjítaklerkinn Sheikh Nimr al Nimr af lífi um helgina. Hann var sakaður um að leggja á ráðin og ýta undir hryðjuverk í Sádi-Arabíu. Auk hans voru 46 aðrir teknir af lífi sem sakaðir voru um að vera meðlimir Al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna.Sjá einnig: Slíta stjórnmálasambandi við Íran Sádi-Arabía, sem tilheyrir Súnnítum, og Íran, sem tilheyri sjítum, hafa lengi eldað grátt silfur saman. Sádar segjast hafa beðið yfirvöld í Teheran að standa vörð um sendiráð sitt um helgina, en ekki hafi verið orðið við því. Bensínsprengjum var kastað í sendiráðið og réðust mótmælendur þar inn.Tilkynnt var í Sádi-Arabíu í dag að auk þess að slíta samskiptum ætli Sádar einnig að stöðva flug á milli ríkjanna og viðskipti þeirra á milli. Pílagrímum verður þó áfram leyft að ferðast frá Íran til Sádi-Arabíu.Sádar segja að Íran verði að haga sér eins og „alvöru ríki“ ef að stjórnmálasamskipti þeirra eigi að komast aftur í fyrra horf. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar hafa stórveldi heimsins reynt að draga úr spennu á milli ríkjanna í dag. Yfirvöld í Bandaríkjunum, Rússlandi og Þýskalandi hafa meðal annars kallað eftir viðræðum á milli Íran og Sádi-Arabíu. Deilurnar munu líklega draga úr líkum á því að viðræður um frið í Sýrlandi beri árangur. Íran hefur staðið við bakið á Bashar al-Assad og Sádar hafa styrkt uppreisnarhópa í Sýrlandi. Þá stendur Sádi-Arabía í hernaði í Jemen gegn Hútum, sem sagðir eru vera studdir af Íran. Þar að auki hækkaði heimsmarkaðsverð á olíu um tíma í dag vegna deilnanna, en það hefur þó lækkað aftur eftir slæmt gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum og Kína.
Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira