Viðskipti innlent

Áríðandi innköllun á Sodastream-flöskum sem geta sprungið við áfyllingu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Varan sem um ræðir.
Varan sem um ræðir. Mynd/Byko
Byko, að beiðni Sodastream í Danmörku, biður þá sem keyptu ákveðna gerð af Sodastream-flösku að taka hana strax úr notkun og skila henni í næstu Byko-verslun. Ástæða innköllunarinnar er hætta á bilun þegar kolsýrugas er sett í flöskuna.

Samkvæmt upplýsingum frá framleiðenda geta flöskurnar sprungið þannig að botninn skjótist úr þeim og mögulega skaðað nærstadda.

Aðeins er verið að innkalla vöru sem er með síðasta notkunardag 04/2020 og var keypt á tímabilinu apríl-desember 2016. Varan hefur strikamerkið EAN 7290011930226.

Flaskan þekkist frá öðrum Sodastream flöskum á því að hún er með bláleitt yfirbragð og er með merki sem leyfir að hún sé þrifin í uppþvottavél.

Varan verður endurgreidd að fullu og ekki er gerð krafa um framvísun nótu en nánari upplýsingar má nálgast á vef Byko.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×