Innlent

Fundu mann sem féll í sjóinn við Landeyjahöfn

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Dýpkunarskipið að störfum í Landeyjahöfn.
Dýpkunarskipið að störfum í Landeyjahöfn.
Leitað var að manni við Landeyjahöfn sem talið var hafa fallið í sjóinn. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögreglumaður hjá Lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að líklega hafi maðurinn verið á Jet Ski. Eftir nokkra leit fannst maðurinn. Sveinn Rúnar staðfestir að búið sé að finna manninn og að allt í lagi sé með hann.

Uppfært 21:37

Björgunarsveitir fundu manninn eftir að hann skaut upp neyðarblysi. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrú Landsbjargar, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Maðurinn hafði ekki fallið í sjóinn líkt og haldið var í fyrstu heldur varð búnaður hans eldsneytislaus. Maðurinn var auðfundinn og aðeins liður um 30 mínútur frá því neyðarkall barst þar til manninum var bjargað.

„Ástæðan fyrir því að þetta var leit var vegna þess að staðsetningin var ekki vituð. Það var bara vitað að hann væri í neyð. Ég er ekki með það á hreinu hvort það var hann eða félagi hans sem hringdi inn,“ segir Davíð. Hann nefnir að neyðarblysið hafi skipt sköpum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×