Lestarstjórinn í Rússlandi sagður drýgja hetjudáð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. apríl 2017 09:00 Þessi maður var á meðal hinna særðu sem björguðust úr lestinni. Nordicphotos/AFP Sprengja sprakk í neðanjarðarlest í Sankti Pétursborg í Rússlandi í gær. Þegar Fréttablaðið fór í prentun var vitað að ellefu höfðu farist og minnst 45 voru særðir. Lestin var á leiðinni frá Tekhnologichesky Institut-stöðinni að lestarstöðinni við Sennaya-torg þegar sprengjan sprakk. Að sögn rannsóknarnefndar í Rússlandi brást lestarstjórinn hárrétt við með því að halda ferðinni áfram og stöðva ekki lestina fyrr en á Sennaya-torg var komið. Með því auðveldaði hann björgunarmönnum aðgengi að lestinni og bjargaði þar með jafnvel mannslífum. Enginn hafði lýst yfir ábyrgð á árásinni þegar Fréttablaðið fór í prentun en á samfélagsmiðlum hafði farið á flug mynd af manni sem sagður var sökudólgurinn. Myndin var úr öryggismyndavélakerfi en ekki var búið að staðfesta hvort um hinn grunaða væri að ræða.Ljóst er að sprengjan var öflug enda rifnuðu hurðir lestarinnar næstum af.Nordicphotos/AFPÍ yfirlýsingu sem Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, birti á Facebook í gær kallar hann árásina hryðjuverk. Margir embættismenn hafa þó forðast þann stimpil og munu gera það þar til rannsókn lýkur. „Ég votta vinum og fjölskyldumeðlimum fórnarlambanna samúð mína. Þetta er sameiginlegur sársauki okkar allra,“ segir í yfirlýsingu Medvedevs. Frank Gardner, öryggismálablaðamaður BBC sagði Rússa nú vinna hörðum höndum að því að rannsaka árásina. Færi þar leyniþjónustan FSB fremst í flokki. Sagði Gardner að líklega beindist athygli FSB að þremur mögulegum sökudólgum. Í fyrsta lagi gætu hryðjuverkamenn innblásnir af Íslamska ríkinu hafa reiðst vegna loftárása Rússa í Sýrlandi, í öðru lagi gætu árásarmennirnir verið þjóðernissinnar frá sjálfsstjórnarsvæðinu Tsjetsjeníu og í þriðja lagi gætu skipulögð glæpasamtök hafa framið árásina. Þriðja valkostinn telur Gardner þó ólíklegastan. Þá gæti blanda fyrstu tveggja valkostanna einnig komið til greina. Nokkru eftir sprenginguna var tilkynnt um að lögreglan í Sankti Pétursborg hefði aftengt sprengju á annarri lestarstöð, um þremur kílómetrum frá Tekhnologichesky Institut-stöðinni. Vladimir Putin, forseti Rússlands, var staddur í borginni í gær. Sagði hann að allir möguleikar yrðu hafðir í huga við rannsókn málsins. „Öryggis- og löggæslustofnanir gera allt sem í valdi þeirra stendur til þess að komast að því hvað gerðist,“ sagði forsetinn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Sprengja sprakk í neðanjarðarlest í Sankti Pétursborg í Rússlandi í gær. Þegar Fréttablaðið fór í prentun var vitað að ellefu höfðu farist og minnst 45 voru særðir. Lestin var á leiðinni frá Tekhnologichesky Institut-stöðinni að lestarstöðinni við Sennaya-torg þegar sprengjan sprakk. Að sögn rannsóknarnefndar í Rússlandi brást lestarstjórinn hárrétt við með því að halda ferðinni áfram og stöðva ekki lestina fyrr en á Sennaya-torg var komið. Með því auðveldaði hann björgunarmönnum aðgengi að lestinni og bjargaði þar með jafnvel mannslífum. Enginn hafði lýst yfir ábyrgð á árásinni þegar Fréttablaðið fór í prentun en á samfélagsmiðlum hafði farið á flug mynd af manni sem sagður var sökudólgurinn. Myndin var úr öryggismyndavélakerfi en ekki var búið að staðfesta hvort um hinn grunaða væri að ræða.Ljóst er að sprengjan var öflug enda rifnuðu hurðir lestarinnar næstum af.Nordicphotos/AFPÍ yfirlýsingu sem Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, birti á Facebook í gær kallar hann árásina hryðjuverk. Margir embættismenn hafa þó forðast þann stimpil og munu gera það þar til rannsókn lýkur. „Ég votta vinum og fjölskyldumeðlimum fórnarlambanna samúð mína. Þetta er sameiginlegur sársauki okkar allra,“ segir í yfirlýsingu Medvedevs. Frank Gardner, öryggismálablaðamaður BBC sagði Rússa nú vinna hörðum höndum að því að rannsaka árásina. Færi þar leyniþjónustan FSB fremst í flokki. Sagði Gardner að líklega beindist athygli FSB að þremur mögulegum sökudólgum. Í fyrsta lagi gætu hryðjuverkamenn innblásnir af Íslamska ríkinu hafa reiðst vegna loftárása Rússa í Sýrlandi, í öðru lagi gætu árásarmennirnir verið þjóðernissinnar frá sjálfsstjórnarsvæðinu Tsjetsjeníu og í þriðja lagi gætu skipulögð glæpasamtök hafa framið árásina. Þriðja valkostinn telur Gardner þó ólíklegastan. Þá gæti blanda fyrstu tveggja valkostanna einnig komið til greina. Nokkru eftir sprenginguna var tilkynnt um að lögreglan í Sankti Pétursborg hefði aftengt sprengju á annarri lestarstöð, um þremur kílómetrum frá Tekhnologichesky Institut-stöðinni. Vladimir Putin, forseti Rússlands, var staddur í borginni í gær. Sagði hann að allir möguleikar yrðu hafðir í huga við rannsókn málsins. „Öryggis- og löggæslustofnanir gera allt sem í valdi þeirra stendur til þess að komast að því hvað gerðist,“ sagði forsetinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira