Vilja hvorki taka velferðina að láni né efna til hennar með því að skattleggja þjóðina í drep Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. október 2017 20:42 Benedikt ávarpaði fylgismenn Viðreisnar á kosningahátíð flokksins í dag. Viðreisn „Við viljum byggja upp velferðina á skynsamlegri hagstjórn. Aðhald og varfærni er ekki andstaða velferðar heldur þvert á móti undirstaða velferðar. Þess vegna segjum við að þetta fari mjög vel saman,“ segir Benedikt Jóhannesson, starfandi fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar. Viðreisn hélt í dag sérlega kosningahátíð á Hótel Natura í tilefni þess að kosningabaráttan er formlega hafin. Hátt í þrjú hundruð stuðningsmenn Viðreisnar mættu á fundinn og formaður flokksins, Benedikt Jóhannesson, var á meðal þeirra sem hélt ræðu. Í samtali við Vísi segir Benedikt að slagorð Viðreisnar í kosningabaráttunni „vinstri velferð og hægri hagstjórn“ feli í sér að „það að borga niður skuldir og að vera ekki með hallarekstur á ríkinu þýðir að við getum dregið úr skuldum, vaxtakostnaðurinn verður minni og minni vextir þýða meiri velferð.“ Benedikt segir að með þessu sparist „alvöru fjárhæðir.“ „Seðlabankinn í kjölfarið lækkar síðan vaxtaprósentuna og tekur það sérstaklega fram að hagstjórnin sé með þeim hætti að þeir telji það óhætt en vara jafnframt við að ef menn snúi af þessari braut gæti þurft að hækka aftur,“ segir Benedikt.Hvernig hyggist þið koma böndum á krónuna, líkt og þú komst inn á í ræðunni?„Það viljum við gera í fyrsta lagi með myntfestu í gegnum myntráð þá nýtum við gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar til þess að grípa inn í og kaupa og selja krónur til þess að halda henni innan ákveðinna marka.“ Benedikt segir að flokksmenn Viðreisnar sjái það sem fyrsta skrefið í áttinni að því að taka síðan upp Evru. „Þá njótum við þess vaxtastigs sem er á Evrusvæðinu. Munurinn á vöxtunum hér á landi og í nágrannalöndunum er svo mikill að það má segja að við séum að vinna sirka klukkustund á dag bara fyrir vaxtamuninum,“ segir Benedikt. Í ræðunni talaðir þú auk þess um að kosningarnar ættu að snúast um lífskjör fólksins í landinu en ekki einstaka stjórnmálamenn. Finnst þér umræðan hverfast um of um einstaka stjórnmálamenn? „Já, við sjáum heila stjórnmálaflokka mælast í skoðanakönnunum, flokka sem hafa ekki sett neina stefnuskrá fram ennþá. Við höfum alltaf talið að okkar aðalsmerki væri frjálslynd stefnuskrá sem við höfum sett fram og meitlað svona þrjú megin atriði úr, það er að segja, gengisfestu, lækkun vaxta og lækkun húsnæðisverðs. Núna höfum við bætt við að losa frítekjumark fyrir aldraða,“ segir Benedikt að lokum. Kosningar 2017 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira
„Við viljum byggja upp velferðina á skynsamlegri hagstjórn. Aðhald og varfærni er ekki andstaða velferðar heldur þvert á móti undirstaða velferðar. Þess vegna segjum við að þetta fari mjög vel saman,“ segir Benedikt Jóhannesson, starfandi fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar. Viðreisn hélt í dag sérlega kosningahátíð á Hótel Natura í tilefni þess að kosningabaráttan er formlega hafin. Hátt í þrjú hundruð stuðningsmenn Viðreisnar mættu á fundinn og formaður flokksins, Benedikt Jóhannesson, var á meðal þeirra sem hélt ræðu. Í samtali við Vísi segir Benedikt að slagorð Viðreisnar í kosningabaráttunni „vinstri velferð og hægri hagstjórn“ feli í sér að „það að borga niður skuldir og að vera ekki með hallarekstur á ríkinu þýðir að við getum dregið úr skuldum, vaxtakostnaðurinn verður minni og minni vextir þýða meiri velferð.“ Benedikt segir að með þessu sparist „alvöru fjárhæðir.“ „Seðlabankinn í kjölfarið lækkar síðan vaxtaprósentuna og tekur það sérstaklega fram að hagstjórnin sé með þeim hætti að þeir telji það óhætt en vara jafnframt við að ef menn snúi af þessari braut gæti þurft að hækka aftur,“ segir Benedikt.Hvernig hyggist þið koma böndum á krónuna, líkt og þú komst inn á í ræðunni?„Það viljum við gera í fyrsta lagi með myntfestu í gegnum myntráð þá nýtum við gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar til þess að grípa inn í og kaupa og selja krónur til þess að halda henni innan ákveðinna marka.“ Benedikt segir að flokksmenn Viðreisnar sjái það sem fyrsta skrefið í áttinni að því að taka síðan upp Evru. „Þá njótum við þess vaxtastigs sem er á Evrusvæðinu. Munurinn á vöxtunum hér á landi og í nágrannalöndunum er svo mikill að það má segja að við séum að vinna sirka klukkustund á dag bara fyrir vaxtamuninum,“ segir Benedikt. Í ræðunni talaðir þú auk þess um að kosningarnar ættu að snúast um lífskjör fólksins í landinu en ekki einstaka stjórnmálamenn. Finnst þér umræðan hverfast um of um einstaka stjórnmálamenn? „Já, við sjáum heila stjórnmálaflokka mælast í skoðanakönnunum, flokka sem hafa ekki sett neina stefnuskrá fram ennþá. Við höfum alltaf talið að okkar aðalsmerki væri frjálslynd stefnuskrá sem við höfum sett fram og meitlað svona þrjú megin atriði úr, það er að segja, gengisfestu, lækkun vaxta og lækkun húsnæðisverðs. Núna höfum við bætt við að losa frítekjumark fyrir aldraða,“ segir Benedikt að lokum.
Kosningar 2017 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira