Leikdagur fjögur hjá strákunum okkar á HM og við hitum upp með HM í dag.
Angóla bíður strákanna okkar í dag en sá leikur er skyldusigur. Angóla með áberandi slakasta liðið í riðlinum og hefur tapað öllum sínum leikjum stórt.
Arnar Björnsson og Henry Birgir Gunnarsson skelltu sér niður á viðtalasvæðið í höllinni í Metz eftir leik Slóveníu og Makedóníu í gær og spáðu í spilin.
Leikur Íslands og Angóla hefst klukkan 19.45 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM í dag: Hitað upp fyrir leikinn gegn Angóla
Tengdar fréttir

„Þjálfarateymið þarf að slá hnefanum í borðið, hingað og ekki lengra!“
Það hefur verið smá pirringur í þjálfara íslenska landsliðsins og leikmönnum á HM vegna úrslitanna til þessa og Gaupi er ánægður með það.

Þriðja sætið enn möguleiki fyrir Ísland þökk sé Slóvenum
Slóvenía sýndi sparihliðarnar í stórsigri á Makedóníu sem gerði mikið fyrir strákana okkar.

Íslenska leyndarmálinu uppljóstrað: „Hefðum aldrei fengið silfur á ÓL án Bogdan og Boris“
Sænsk dagblað leitaði að leyndarmálinu á bakvið velgengni íslenska handboltans en tveir íslenskir þjálfarar mætast í kvöld.

Geir veit hver vandamál Íslands eru: „Nú þurfum við að vinna í þeim“
Íslenska landsliðið í handbolta hefur ekki byrjað verr á stórmóti í þrettán ár en það er aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki.