Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2: Beitt ofbeldi af fósturbróður sínum

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Magga Dís, sem fór sem skiptinemi til Perú síðasta vetur, segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum sínum og móður hennar við skiptinemasamtökin AFS.

Móðirin hafi greitt rúmlega eina og hálfa milljón til þess ganga úr skugga um að dóttir sín væri í öruggum höndum í Perú, en þegar reyndi á, hafi AFS í Perú algjörlega brugðist og raunar gert illt verra. Skrifstofa AFS á Íslandi setti af stað neyðaráætlun og kom Möggu Dís til nýrrar fjölskyldu ásamt því að veita henni andlegan stuðning. Magga Dís bendir þó á að neyðaráætlunin hafi ekki virkað sem skyldi þar sem tengiliðakerfið í Perú hafi ekki verið til staðar. 

Magga Dís lýsir tíma sínum í Perú, ofbeldinu sem hún var beitt af fósturbróður sínum og skeytingarleysi AFS skiptinemasamtakanna í máli hennar, sem náði hápunkti þegar forseti AFS í Perú hringdi í fósturmóður Möggu Dísar og bað hana að reka Möggu Dís út af heimilinu.

Ítarlega er fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, sem hefjast á slaginu 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×