Innlent

Ræða rekstur fjölmiðlanna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Einkareknir fjölmiðlar vöktu athygli til að reyna jafna samkeppnisstöðu.
Einkareknir fjölmiðlar vöktu athygli til að reyna jafna samkeppnisstöðu. vísir/ernir
Björgvin Guðmundsson, eigandi almannatengslaskrifstofunnar KOM og fyrrverandi ritstjóri Viðskiptablaðsins, er formaður nefndar sem fjallar um rekstrarstöðu einkarekinna fjölmiðla. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, skipaði hópinn í framhaldi af því að fulltrúar einkarekinna fjölmiðla vöktu athygli á erfiðleikum sem blasa við í rekstri þeirra.

Skorað var á stjórnvöld að gera breytingar á íslenskri löggjöf til þess að jafna samkeppnisstöðu félaga á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Auk Björgvins sitja í nefndinni þau Elfa Ýr Gylfadóttir, Hlynur Ingason, Soffía Haraldsdóttir og Svanbjörn Thoroddsen. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×