Erlent

Fundin sek um að hafa hvatt kærastann til sjálfsmorðs

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Michelle Carter í dómsal í dag.
Michelle Carter í dómsal í dag.
Michelle Carter var í dag dæmd fyrir manndráp af gáleysi eftir að hafa hvatt þáverandi kærasta sinn, Conrad Roy III, til sjálfsvígs með smáskilaboðum.

Fyrir tæpum þremur árum fannst hinn 18 ára gamli Conrad látinn í bíl sínum á bílastæði við Kmart í Fairhaven í Massachusetts-ríki. Hann framdi sjálfsmorð en dánarorsökin var kolsýrlingseitrun.

Sjá einnig: Ákærð fyrir að hafa hvatt kærastann til sjálfsmorðs: „Þú verður að gera þetta, Conrad“

Carter var 17 ára á þeim tíma sem Conrad svipti sig lífi. Hún var ákærð fyrir að hafa hvatt Conrad til sjálfsmorðs en hún sendi honum fjölda smáskilaboða með slíkum hvatningum. Réttað var yfir henni fyrir unglingadómstól vegna ungs aldurs þegar skeytingasendingarnar áttu sér stað.

Hluta skilaboðanna má lesa hér.

Ákæruvaldið sagði að hún hafi verið að leika „sjúkan leik“ auk þess sem hún var sökuð um að hafa sóst eftir samúð og athygli sem syrgjandi kærasta Conrad. Hún safnaði meðal annars 2.300 dollurum til að vekja athygli á geðheilbrigðismálum í minningu hans.

Dómurinn yfir Carter var kveðinn upp í Bristol í Massachusetts í dag. Hún gæti átt yfir höfði sér 20 ára fangelsi en ákvörðun um refsingu liggur ekki fyrir.

Nánar má fræðast um málavexti hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×