Fyllsta öryggis gætt á fundi þjóðaröryggisráðs Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2017 16:46 Mikill viðbúnaður var þegar sjálft þjóðaröryggisráðið kom saman á sérstöku öryggissvæði á gamla Beisnum á Miðnesheiði. visir/eyþór Fundur þjóðaröryggisráðs er enn yfirstandandi en hann hófst uppúr klukkan tvö í dag. Fundurinn hefur vakið nokkra athygli en á dagskrá er að ræða nýtt almannaáhættumat, en trúnaður ríkir um hvað felst nákvæmlega í þessu mati. En, til þess hefur hins vegar verið vísað varðandi umdeildan vopnabúnað sérdeildar ríkislögreglustjóra á fjöldasamkomum. Voru slíkir tilburðir uppi á Litahlaupi á laugardaginn og svo á Sjómannadeginum í gær og vöktu þeir verulega athygli og umtal.Björn segir þá skyni skroppna sem ekki vilja öryggið á oddinn Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, á sæti í ráðinu og ætlaði hún að spyrja nánar út í hvað það væri sem kallaði eftir slíkum aðgerðum. Um þetta hefur verið deilt á samfélagsmiðlum og skiptast menn mjög í tvö horn, hvort þetta ali á ótta eða auki öryggiskennd. Þannig hefur Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, ritað harðorðan pistil þar sem hann segir að allir þeir sem vilja nálgast öryggismál á þeim forsendum að „aðgerðir til að tryggja öryggi borgaranna auki hættu í stað þess að minnka hana“ séu ómarktækir með öllu. Hafi í raun dæmt sig úr leik í vitrænni umræðu um öryggismál. Ýmsir hafa tekið í sama streng og hefur til að mynda þingflokksformaður Viðreisnar, Hanna Katrín Friðriksdóttir, vísað til umræðu um þetta efni og sagði að lögreglan eigi betra skilið en að að henni sé hæðst. Málið hefur þannig hlotið flokkspólitískan blæ.Netverjar hæðast að örygginu Þjóðaröryggisráðið gætir fyllsta öryggis og fundaði á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, fyrrum umráðasvæði varnarliðsins bandaríska á Miðnesheiði. Dagskráin var sögð kalla á slíkar öryggisráðstafanir, en vefur Ríkisútvarpsins greindi frá þessu í dag. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er formaður ráðsins en Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður Bjarna, sagði í samtali við RUV, að fundurinn verði haldinn á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. „Aðspurð hvers vegna svo mikils öryggis sé gætt á fundinum sagði Svanhildur að það sé vegna eðlis dagskrár hans. Öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli uppfylli nauðsynlegar öryggiskröfur.“ Meðan þessu fer fram hæðast netverjar að tilstandinu. Dæmi um einn slíkan er Einar Steingrímsson stærðfræðingur sem segir. „Uppistandarar hefðu ekki getað samið hlægilegri brandara,“ og vísar til fundarstaðarins. „Verða ríkisstjórnarfundir framvegis í neðanjarðarbyrgi á Keflavíkurflugvell? Eða er allt í lagi að ríkisstjórninni verði kálað af hryðjuverkamönnum, bara ekki „þjóðaröryggisráðinu“? Og þarf ekki líka að halda fundi Alþingis neðanjarðar?“ spyr Einar og virðist ekki alveg vita hvort hann á að hlæja eða gráta.Þjóðaröryggisráð stofnað síðasta haust Frumvarp um þjóðaröryggisráð varð að lögum síðasta haust en ráðið á sjá um þjóðaröryggisstefnu Íslands og framkvæmd hennar. Þá er ráðið einnig samráðsvettvangur um þjóðaröryggismál. Í frumvarpinu segir að þjóðaröryggisráð hafi eftirlit með því að þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland sé framkvæmd í samræmi við ályktun Alþingis og jafnframt samráðsvettvangur fyrir þjóðaröryggismál. Ráðinu er einnig falið að meta ástand og horfur í öryggis- og varnarmálum, svo fátt eitt sé nefnt. Í ráðinu sitja forsætisráðherra, utanríkisráðherra og ráðuneytisstjórar þessara ráðuneyta. Þá sitja einnig ríkislögreglustjóri, forstjóri Landhelgisgæslunnar og fulltrúi Landsbjargar í ráðinu auk tveggja þingmanna, einn frá meirihluta og einn frá minnihluta.Nánar verður fjallað um fundinn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Tengdar fréttir Gagnrýnir vopnaburð lögreglu á fjölskylduhátíð Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna segir það varpa skýrara ljósi á það hallæri sem er í löggæslumálum á Íslandi þegar sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum sinni eftirliti á fjölskylduhátíð í miðbænum. 11. júní 2017 12:26 Hanna Katrín segir lögregluna mega þola háð og spott Þingflokksformaður Viðreisnar segir lögregluna eiga betra skilið. 12. júní 2017 11:45 Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Fundur þjóðaröryggisráðs er enn yfirstandandi en hann hófst uppúr klukkan tvö í dag. Fundurinn hefur vakið nokkra athygli en á dagskrá er að ræða nýtt almannaáhættumat, en trúnaður ríkir um hvað felst nákvæmlega í þessu mati. En, til þess hefur hins vegar verið vísað varðandi umdeildan vopnabúnað sérdeildar ríkislögreglustjóra á fjöldasamkomum. Voru slíkir tilburðir uppi á Litahlaupi á laugardaginn og svo á Sjómannadeginum í gær og vöktu þeir verulega athygli og umtal.Björn segir þá skyni skroppna sem ekki vilja öryggið á oddinn Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, á sæti í ráðinu og ætlaði hún að spyrja nánar út í hvað það væri sem kallaði eftir slíkum aðgerðum. Um þetta hefur verið deilt á samfélagsmiðlum og skiptast menn mjög í tvö horn, hvort þetta ali á ótta eða auki öryggiskennd. Þannig hefur Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, ritað harðorðan pistil þar sem hann segir að allir þeir sem vilja nálgast öryggismál á þeim forsendum að „aðgerðir til að tryggja öryggi borgaranna auki hættu í stað þess að minnka hana“ séu ómarktækir með öllu. Hafi í raun dæmt sig úr leik í vitrænni umræðu um öryggismál. Ýmsir hafa tekið í sama streng og hefur til að mynda þingflokksformaður Viðreisnar, Hanna Katrín Friðriksdóttir, vísað til umræðu um þetta efni og sagði að lögreglan eigi betra skilið en að að henni sé hæðst. Málið hefur þannig hlotið flokkspólitískan blæ.Netverjar hæðast að örygginu Þjóðaröryggisráðið gætir fyllsta öryggis og fundaði á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, fyrrum umráðasvæði varnarliðsins bandaríska á Miðnesheiði. Dagskráin var sögð kalla á slíkar öryggisráðstafanir, en vefur Ríkisútvarpsins greindi frá þessu í dag. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er formaður ráðsins en Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður Bjarna, sagði í samtali við RUV, að fundurinn verði haldinn á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. „Aðspurð hvers vegna svo mikils öryggis sé gætt á fundinum sagði Svanhildur að það sé vegna eðlis dagskrár hans. Öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli uppfylli nauðsynlegar öryggiskröfur.“ Meðan þessu fer fram hæðast netverjar að tilstandinu. Dæmi um einn slíkan er Einar Steingrímsson stærðfræðingur sem segir. „Uppistandarar hefðu ekki getað samið hlægilegri brandara,“ og vísar til fundarstaðarins. „Verða ríkisstjórnarfundir framvegis í neðanjarðarbyrgi á Keflavíkurflugvell? Eða er allt í lagi að ríkisstjórninni verði kálað af hryðjuverkamönnum, bara ekki „þjóðaröryggisráðinu“? Og þarf ekki líka að halda fundi Alþingis neðanjarðar?“ spyr Einar og virðist ekki alveg vita hvort hann á að hlæja eða gráta.Þjóðaröryggisráð stofnað síðasta haust Frumvarp um þjóðaröryggisráð varð að lögum síðasta haust en ráðið á sjá um þjóðaröryggisstefnu Íslands og framkvæmd hennar. Þá er ráðið einnig samráðsvettvangur um þjóðaröryggismál. Í frumvarpinu segir að þjóðaröryggisráð hafi eftirlit með því að þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland sé framkvæmd í samræmi við ályktun Alþingis og jafnframt samráðsvettvangur fyrir þjóðaröryggismál. Ráðinu er einnig falið að meta ástand og horfur í öryggis- og varnarmálum, svo fátt eitt sé nefnt. Í ráðinu sitja forsætisráðherra, utanríkisráðherra og ráðuneytisstjórar þessara ráðuneyta. Þá sitja einnig ríkislögreglustjóri, forstjóri Landhelgisgæslunnar og fulltrúi Landsbjargar í ráðinu auk tveggja þingmanna, einn frá meirihluta og einn frá minnihluta.Nánar verður fjallað um fundinn í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Tengdar fréttir Gagnrýnir vopnaburð lögreglu á fjölskylduhátíð Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna segir það varpa skýrara ljósi á það hallæri sem er í löggæslumálum á Íslandi þegar sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum sinni eftirliti á fjölskylduhátíð í miðbænum. 11. júní 2017 12:26 Hanna Katrín segir lögregluna mega þola háð og spott Þingflokksformaður Viðreisnar segir lögregluna eiga betra skilið. 12. júní 2017 11:45 Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Gagnrýnir vopnaburð lögreglu á fjölskylduhátíð Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna segir það varpa skýrara ljósi á það hallæri sem er í löggæslumálum á Íslandi þegar sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum sinni eftirliti á fjölskylduhátíð í miðbænum. 11. júní 2017 12:26
Hanna Katrín segir lögregluna mega þola háð og spott Þingflokksformaður Viðreisnar segir lögregluna eiga betra skilið. 12. júní 2017 11:45
Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30