Erlent

Rússar sagðir geta hakkað raforkukerfi

Kjartan Kjartansson skrifar
Hakkarar gætu valdið rafmagnsleysi með því að siga spilliforriti á raforkukerfi landa eins og Bandaríkjanna.
Hakkarar gætu valdið rafmagnsleysi með því að siga spilliforriti á raforkukerfi landa eins og Bandaríkjanna. Vísir/EPA
Bandarísk netöryggisfyrirtæki fullyrða að hakkarar sem vinna með rússneskum stjórnvöldum búi yfir hugbúnaði sem getur lamað raforkukerfi. Þeir hafi þegar ráðist gegn raforkukerfi Úkraínu í desember.

Hakkararnir slökktu tímabundið á um einum fimmta af raforkukerfi Úkraínu með spilliforriti sem bandarísku sérfræðingarnir hafa nefnt CrashOverride samkvæmt frétt Washington Post. Um 225.000 manns voru án rafmagns á meðan.

Bandarísk yfirvöld hafa ekki sagt opinberlega að þau gruni Rússa um græsku en blaðið segir að sumir embættismenn séu sammála netöryggisfyrirtækjunum um það.

Með nokkum breytingum eru hakkararnir sagðir geta beitt forritinu gegn bandaríska kerfinu. Það gæti skapað viðvarandi rafmagnsleysi á mörgum mismunandi stöðum á sama tíma. Rafmagnsleysið gæti varað í allt frá nokkrum klukkustundum og upp í tvo daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×