Fótbolti

Capello kominn til Kína

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fabio Capello á bekknum hjá Rússum.
Fabio Capello á bekknum hjá Rússum. vísir/getty
Ítalski þjálfarinn Fabio Capello er mættur í slaginn í Kína þar sem hann hefur samið við Jiangsu Suning.

Nafnið á félaginu hljómar kunnuglega enda er þetta félagið sem Viðar Örn Kjartansson og Sölvi Geir Ottesen léku með á sínum tíma.

Hinn sjötugi Capello er því kominn í kínverska boltann með þeim Luis Felipe Scolari, Andre Villas-Boas, Gus Poyet og Felix Magath. Enginn skortur á gæðaþjálfurum þarna.

Capello hefur ekki verið í vinnu í tvö ár eða síðan hann hætti með rússneska landsliðið. Hann tók við Rússunum árið 2012 eftir að hafa hætt með enska landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×