Innlent

Viðræður halda áfram á morgun

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Frá fundinum í dag.
Frá fundinum í dag. Vísir/Eyþór
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar var brattur í samtali við Vísi eftir að fundi forsvarsmanna Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar lauk nú rétt fyrir kvöldmatartímann.

Fyrsti fundur í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna fóru fram í dag undir forrustu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokkinn sem áður hafði fengið umboð forseta Íslands til stjórnarmyndunar.

Benedikt vildi ekki efnislega tjá sig um fund flokkanna í dag en var bjartsýnn á framhaldið. „Það fór fram skipulag á málefnavinnu í dag“ sagði Benedikt sem sagði jafnframt að enn væri ekki farið að ákveða skipan ráðherra í ríkisstjórninni. Aðspurður um stöðu Evrópumála í viðræðunum vildi hann ekki tjá sig.

Áður hefur komið fram að náðst hafi sátt milli flokkanna um að þjóðaratkvæðagreiðsla varðandi ESB verði haldin á kjörtímabilinu, en ákvæði verði í stjórnarsáttmála um að flokkunum verði í sjálfsvald sett hvernig þeir greiði atkvæði um þingsályktun um þjóðaratkvæðagreiðsluna.

Sjá einnig: Þjóðaratkvæði um ESB í stjórnarsáttmálanum

Þráðurinn verður tekinn upp á morgun kl. 13:30 og segir Benedikt að nú sé ágætur tími til þess að funda á meðan þingið sé í fríi og menn því með meiri tíma á milli handanna. Að öðru leyti vildi Benedikt ekki tjá sig um gang mála í viðræðunum.


Tengdar fréttir

Þjóðaratkvæði um ESB í stjórnarsáttmálanum

Stóru deilumálin í viðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafa verið útkljáð. Stjórnarsáttmáli verður skrifaður í vikunni. MS verður sett undir samkeppnislög, tollar lækkaðir á hvítt kjöt og kosið um ESB




Fleiri fréttir

Sjá meira


×