Innlent

Tínið upp ruslið ykkar, segir borgarstarfsmaður

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg var flugeldasalan góð þetta árið. Og nú liggja kassar, prik og flöskur á víð og dreif engum til yndisauka – ja, nema nokkrum krökkum sem gerðu sér leik úr ruslinu og bjuggu til skúlptúra í gær í góða veðrinu eins og sjá má í myndskeiðinu í spilaranum hér að ofan.

En hver sér um að hreinsa þetta?

Hjalti Jón Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins, segir að fólk eigi að tína upp eftir sig en borgin sjái um að hreinsa miðbæinn.

„Við erum að sjá mikið drasl á ýmsum stöðum. Á næstu dögum munum við taka rusl af borgarlandi en ekki á einkalandi,” segir Hjalti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×