Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Fjölskylda manns sem grunaður er um hrottalega líkamsárás um áramótin segir hann ítrekað hafa komið að lokuðum dyrum þegar hann leitaði sér aðstoðar við geðrænum vandamálum og fíkniefnaneyslu. Rætt verður við tvær systur mannsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þær segja fjölskylduna hafa upplifað algjöran vanmátt og úrræðaleysi síðustu ár og árásin komi því ekki á óvart.

Í kvöldfréttum verður einnig rætt við formenn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar sem hófu formlegar stjórnarmyndunarviðræður í dag. Þá verður fjallað um fíkniefnið Spice sem er nú mikilli notkun á Litla-Hrauni. Þrír fangar hafa verið fluttir undir læknishendur eftir að hafa notað efnið. Forstöðumaður fangelsisins er áhyggjufullur.

Þetta og miklu meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar, og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×