Innlent

Mikil svifryksmengun í upphafi árs

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Styrkur svifryks fór níu sinnum yfir sólarhringsheilsuverndarmörk á nýliðnu ári.
Styrkur svifryks fór níu sinnum yfir sólarhringsheilsuverndarmörk á nýliðnu ári. VÍSIR/GVA
Styrkur svifryks í Reykjavík fyrstu klukkustundina á árinu 2017 var 1.451 míkrógrömm á rúmmetra í mælistöðinni við Grensásveg en á sama tíma í fyrra var styrkurinn 363 mg. Það er næstmesta svifryksmengun frá áramótunum 2010.

Svifryk var yfir sólarhringsmörkum á öllum fjórum loftgæðamælistöðunum í Reykjavík, en hæsta hálftímagildið mældist klukkan 01.30 í Stöðinni við Grensás, eða 2418 míkrógrömm á rúmmetra.

Heilsuverndarmörkin á sólarhring eru 50 míkrógrömm á rúmmetra, en hár styrkur svifryks í ár orsakast af því að nánast logn var fyrstu klukkustundir ársins og því lá svifrykið lengur í loftinu. Styrkur svifryks féll hratt niður seinni part nætur, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Til samanburðar var styrkur svifryks fyrstu klukkustund ársins 2015 215 míkrógrömm og 2014 mældist hann 245 míkrógrömm. Árið 2010 var hann 1.575 míkrógrömm og var svifryk allan þann nýársdag yfir heilsuverndarmörkum.

Styrkur svifryks fór níu sinnum yfir sólarhringsheilsuverndarmörk á nýliðnu ári. Hægt er að fylgjast með styrk svifryks á vef Reykjavíkurborgar og má þar einnig sjá kort yfir mælistaði í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×