Innlent

Opna þrjú sértæk rými

Svavar Hávarðsson skrifar
Rýmin eru ætluð fólki með þörf fyrir mikla og sérhæfða hjúkrun.
Rýmin eru ætluð fólki með þörf fyrir mikla og sérhæfða hjúkrun. Fréttablaðið/Vilhelm
Fulltrúar Sjúkratrygginga Íslands og Reykjavíkurborgar undirrituðu fyrir helgi samning um rekstur þriggja sértækra hjúkrunarrýma á Droplaugarstöðum. Rýmin eru ætluð fólki með þörf fyrir mikla og sérhæfða hjúkrun og umönnun, t.d. vegna meðferðar í öndunarvél.

Samhliða undirritun samnings um rekstur rýmanna var undirritað samkomulag milli ráðuneytisins og borgarinnar um að ráðuneytið fjármagnaði nauðsynlegar húsnæðisbreytingar og kaup á búnaði og tækjum. Rekstrarkostnaður rýmanna þriggja verður greiddur úr ríkissjóði.

Reiknað er með að íbúar sem flytjast í varanlegu rýmin tvö séu einstaklingar sem að öðrum kosti þyrftu að dvelja til langframa á Landspítalanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×