Uppfæra viðbragðsáætlun í kjölfar umfjöllunar um áreitni í strætó Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júlí 2017 12:30 Markaðs- og upplýsingafulltrúi Strætó segir mikilvægt að vagnstjórar séu á sömu blaðsíðu og stjórn fyrirtækisins þegar kemur að áreitismálum í vögnunum. Vísir/Heiða Strætó bs., sem sér um rekstur strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu, hefur uppfært og skerpt á viðbragðsáætlunum er varða áreitismál í vögnum fyrirtækisins. Upplýsingafulltrúi Strætó segir ráðstafanirnar gerðar vegna aukinnar fjölmiðlaumfjöllunar um áreitni sem farþegar vagnanna hafa orðið fyrir. Fulltrúar lögreglu og Stígamóta hafa þó ekki orðið varir við að tilkynningum í málaflokknum hafi fjölgað.Áreitnin áberandi í fjölmiðlumÞað sem af er þessu ári hafa fjölmiðlar fjallað í auknum mæli um farþega sem áreittir hafa verið í strætó. Um miðjan mánuðinn greindi faðir í Reykjavík frá því að börnin hans hefðu verið áreitt af ölvuðum manni á biðstöð Strætó í Mjódd sem og í strætisvagninum sjálfum. Hann sagði enn fremur vagnstjóra ekki hafa brugðist við áreitninni. Þá var ung kona áreitt kynferðislega af fjórum karlmönnum í strætóskýli á Miklubraut í Reykjavík í júní. Hún sagði áreitnina hafa haldið áfram þegar upp í vagninn var komið. Enginn brást heldur við áreitninni í þessu tilviki. Aðspurður hvort hann hefði heyrt af málinu sagði framkvæmdastjóri Strætó bs. svo ekki vera en benti farþegum á að sitja framarlega í vögnunum til að gæta fyllsta öryggis. Í janúar voru svo fluttar fréttir af fjórtán ára hælisleitanda sem sagður er hafa króað stúlku af í strætisvagni í Reykjanesbæ og leitað á hana.Umfjöllunin hvatinn að uppfærslunniGuðmundur Heiðar Helgason, markaðs- og upplýsingafulltrúi Strætó, segir uppfærslu á viðbragðsáætlunum og verkferlum tilkomna vegna umfjöllunar fjölmiðla um áreitismál í vögnum fyrirtækisins en Morgunblaðið vakti fyrst athygli á uppfærslunni í morgun. „Við erum aðallega að uppfæra og skerpa á viðbragðsáætlunum sem eru til nú þegar. Kveikjan að því eiginlega var bara aukin umfjöllun um slík mál með stuttu millibili. Okkur finnst það ekkert eðlilegt og við viljum náttúrulega að öllum líði vel í vögnunum,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi.Farþegar Strætó virðast einnig verða fyrir áreiti í strætóskýlum á vegum fyrirtækisins. Þrjú börn voru áreitt á biðstöð Strætó í Mjódd í þessum mánuði og ung kona varð fyrir áreiti í strætóskýli við Miklubraut.Vísir/VilhelmHann segir enn fremur mikilvægt að vagnstjórar séu á sömu blaðsíðu og stjórn fyrirtækisins er varðar áreitismál sem koma upp í vögnunum. Vagnstjórarnir hafa fengið ítrekun á verklagsreglunum senda í tölvupósti og þá hafa birst tilkynningar um málið á upplýsingaskjám á stærstu biðstöðvum. Eftir því sem Guðmundur best veit hafa vagnstjórar tekið vel í uppfærslurnar, sem eiga að vera skýrar. „Ef vagnstjóri verður var við óæskilega hegðun, þá á hann að stöðva vagninn á næstu stöð og opna allar dyrnar á vagninum og biðja viðkomandi að yfirgefa vagninn. Ef hann neitar á vagnstjóri að hafa samband við neyðarlínu og þá mun lögregla væntanlega fjarlægja viðkomandi.“Strætó hefur einnig í hyggju að leita til utanaðkomandi aðila sem ef til vill hefðu eitthvað við viðbragðsáætlunina að bæta. Hann segir Stígamót, samtök sem berjast gegn kynferðisofbeldi, vel koma til greina í þeim efnum. „Ég hef heyrt það allavega frá okkar verkefnastjóra í gæða- og öryggismálum, hún er mjög opin fyrir Stígamótum. Ég veit ekki alveg hvaða skref hún hefur tekið en hún er opin fyrir því, ásamt fleiri fagaðilum sem geta komið nálægt,“ segir Guðmundur og nefnir lögreglu, neyðarlínuna og foreldrasamtök í því samhengi.Þórunn Þórarinsdóttir hjá Stígamótum segir að samtökin gætu vel hugsað sér að aðstoða Strætó í uppfærslum á verklagsferlum er koma að kynferðislegri áreitni.Vísir/DaníelEngar sérstakar tölur til um kynferðislega áreitni í almenningssamgöngum Fjölmiðlaumfjöllun síðustu mánaða virðist þó ekki hafa haft áhrif á tilkynningar um áreitni í strætisvögnum til lögreglu. Þeim hefur ekki fjölgað. „Nei, ég get ekki sagt það. Þetta er allavega ekki eitthvað sem hefur verið áberandi,“ segir Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þóra segist þó ekki geta svarað fyrir upplifun farþega og að ekki séu endilega öll tilvik af þessu tagi tilkynnt til lögreglu. Þórunn Þórarinsdóttir starfar hjá Stígamótum. Hún segir engar sérstakar tölur til yfir kynferðislega áreitni í almenningssamgöngum á Íslandi. Þá segir hún Stígamót ekki spyrja þolendur kynferðisofbeldis sérstaklega um strætisvagna og aðrar samgöngur. „Við spyrjum ekki sérstaklega um strætisvagna og almenningssamgöngur en kynferðisleg áreitni fer auðvitað ekki eftir stöðum og tölur um tilkynningar segja ekki alltaf alla söguna. Það er alltaf manneskja og heili á bak við allt ofbeldi og viðkomandi ákveður stað og stund,“ segir Þórunn. Aðspurð hvort Stígamót gætu hugsað sér að leggja Strætó lið í baráttunni gegn áreitni í strætisvögnum segir Þórunn það sjálfsagt. „Við erum alltaf boðin og búin að aðstoða, sé eftir því leitað, og Strætó hefur þá bara samband.“ Tengdar fréttir Ung kona áreitt í strætó Jóhanna Stefáns Bjarkardóttir varð fyrir áreiti fjögurra karlmanna í gær þar sem hún beið í strætóskýli við Miklubraut í Reykjavík. Hún segir mennina hafa reynt að fanga athygli sína með ógnandi tilburðum og að einn þeirra hafi gripið í rassinn á henni. Mennirnir héldu áreitinu áfram þegar komið var um borð í strætisvagninn. Framkvæmdastjóri Strætó bs. hafði ekki heyrt af atvikinu en hvetur farþega til að fara varlega. 7. júní 2017 14:15 Áreitti fjórtán ára stúlku kynferðislega í strætisvagni Maðurinn fór um borð í strætisvagn ásamt stúlkunni við Kringluna. 16. október 2014 23:00 Fjórtán ára hælisleitandi sá sem leitaði á börnin í strætisvagninum Króaði stúlku af í strætisvagni í Reykjanesbæ. 13. janúar 2017 12:59 Sagðir hafa kysst og þuklað á börnum í strætisvagni Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið. 13. janúar 2017 08:59 Ætla að skoða myndefni eftir áreiti gegn börnum í strætó Þriggja barna faðir lýsir því hvernig ölvaður maður hafi áreitt börn hans í strætó. Vagnstjóri hafi ekkert gert til að grípa inn í. 12. júlí 2017 13:15 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Strætó bs., sem sér um rekstur strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu, hefur uppfært og skerpt á viðbragðsáætlunum er varða áreitismál í vögnum fyrirtækisins. Upplýsingafulltrúi Strætó segir ráðstafanirnar gerðar vegna aukinnar fjölmiðlaumfjöllunar um áreitni sem farþegar vagnanna hafa orðið fyrir. Fulltrúar lögreglu og Stígamóta hafa þó ekki orðið varir við að tilkynningum í málaflokknum hafi fjölgað.Áreitnin áberandi í fjölmiðlumÞað sem af er þessu ári hafa fjölmiðlar fjallað í auknum mæli um farþega sem áreittir hafa verið í strætó. Um miðjan mánuðinn greindi faðir í Reykjavík frá því að börnin hans hefðu verið áreitt af ölvuðum manni á biðstöð Strætó í Mjódd sem og í strætisvagninum sjálfum. Hann sagði enn fremur vagnstjóra ekki hafa brugðist við áreitninni. Þá var ung kona áreitt kynferðislega af fjórum karlmönnum í strætóskýli á Miklubraut í Reykjavík í júní. Hún sagði áreitnina hafa haldið áfram þegar upp í vagninn var komið. Enginn brást heldur við áreitninni í þessu tilviki. Aðspurður hvort hann hefði heyrt af málinu sagði framkvæmdastjóri Strætó bs. svo ekki vera en benti farþegum á að sitja framarlega í vögnunum til að gæta fyllsta öryggis. Í janúar voru svo fluttar fréttir af fjórtán ára hælisleitanda sem sagður er hafa króað stúlku af í strætisvagni í Reykjanesbæ og leitað á hana.Umfjöllunin hvatinn að uppfærslunniGuðmundur Heiðar Helgason, markaðs- og upplýsingafulltrúi Strætó, segir uppfærslu á viðbragðsáætlunum og verkferlum tilkomna vegna umfjöllunar fjölmiðla um áreitismál í vögnum fyrirtækisins en Morgunblaðið vakti fyrst athygli á uppfærslunni í morgun. „Við erum aðallega að uppfæra og skerpa á viðbragðsáætlunum sem eru til nú þegar. Kveikjan að því eiginlega var bara aukin umfjöllun um slík mál með stuttu millibili. Okkur finnst það ekkert eðlilegt og við viljum náttúrulega að öllum líði vel í vögnunum,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi.Farþegar Strætó virðast einnig verða fyrir áreiti í strætóskýlum á vegum fyrirtækisins. Þrjú börn voru áreitt á biðstöð Strætó í Mjódd í þessum mánuði og ung kona varð fyrir áreiti í strætóskýli við Miklubraut.Vísir/VilhelmHann segir enn fremur mikilvægt að vagnstjórar séu á sömu blaðsíðu og stjórn fyrirtækisins er varðar áreitismál sem koma upp í vögnunum. Vagnstjórarnir hafa fengið ítrekun á verklagsreglunum senda í tölvupósti og þá hafa birst tilkynningar um málið á upplýsingaskjám á stærstu biðstöðvum. Eftir því sem Guðmundur best veit hafa vagnstjórar tekið vel í uppfærslurnar, sem eiga að vera skýrar. „Ef vagnstjóri verður var við óæskilega hegðun, þá á hann að stöðva vagninn á næstu stöð og opna allar dyrnar á vagninum og biðja viðkomandi að yfirgefa vagninn. Ef hann neitar á vagnstjóri að hafa samband við neyðarlínu og þá mun lögregla væntanlega fjarlægja viðkomandi.“Strætó hefur einnig í hyggju að leita til utanaðkomandi aðila sem ef til vill hefðu eitthvað við viðbragðsáætlunina að bæta. Hann segir Stígamót, samtök sem berjast gegn kynferðisofbeldi, vel koma til greina í þeim efnum. „Ég hef heyrt það allavega frá okkar verkefnastjóra í gæða- og öryggismálum, hún er mjög opin fyrir Stígamótum. Ég veit ekki alveg hvaða skref hún hefur tekið en hún er opin fyrir því, ásamt fleiri fagaðilum sem geta komið nálægt,“ segir Guðmundur og nefnir lögreglu, neyðarlínuna og foreldrasamtök í því samhengi.Þórunn Þórarinsdóttir hjá Stígamótum segir að samtökin gætu vel hugsað sér að aðstoða Strætó í uppfærslum á verklagsferlum er koma að kynferðislegri áreitni.Vísir/DaníelEngar sérstakar tölur til um kynferðislega áreitni í almenningssamgöngum Fjölmiðlaumfjöllun síðustu mánaða virðist þó ekki hafa haft áhrif á tilkynningar um áreitni í strætisvögnum til lögreglu. Þeim hefur ekki fjölgað. „Nei, ég get ekki sagt það. Þetta er allavega ekki eitthvað sem hefur verið áberandi,“ segir Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þóra segist þó ekki geta svarað fyrir upplifun farþega og að ekki séu endilega öll tilvik af þessu tagi tilkynnt til lögreglu. Þórunn Þórarinsdóttir starfar hjá Stígamótum. Hún segir engar sérstakar tölur til yfir kynferðislega áreitni í almenningssamgöngum á Íslandi. Þá segir hún Stígamót ekki spyrja þolendur kynferðisofbeldis sérstaklega um strætisvagna og aðrar samgöngur. „Við spyrjum ekki sérstaklega um strætisvagna og almenningssamgöngur en kynferðisleg áreitni fer auðvitað ekki eftir stöðum og tölur um tilkynningar segja ekki alltaf alla söguna. Það er alltaf manneskja og heili á bak við allt ofbeldi og viðkomandi ákveður stað og stund,“ segir Þórunn. Aðspurð hvort Stígamót gætu hugsað sér að leggja Strætó lið í baráttunni gegn áreitni í strætisvögnum segir Þórunn það sjálfsagt. „Við erum alltaf boðin og búin að aðstoða, sé eftir því leitað, og Strætó hefur þá bara samband.“
Tengdar fréttir Ung kona áreitt í strætó Jóhanna Stefáns Bjarkardóttir varð fyrir áreiti fjögurra karlmanna í gær þar sem hún beið í strætóskýli við Miklubraut í Reykjavík. Hún segir mennina hafa reynt að fanga athygli sína með ógnandi tilburðum og að einn þeirra hafi gripið í rassinn á henni. Mennirnir héldu áreitinu áfram þegar komið var um borð í strætisvagninn. Framkvæmdastjóri Strætó bs. hafði ekki heyrt af atvikinu en hvetur farþega til að fara varlega. 7. júní 2017 14:15 Áreitti fjórtán ára stúlku kynferðislega í strætisvagni Maðurinn fór um borð í strætisvagn ásamt stúlkunni við Kringluna. 16. október 2014 23:00 Fjórtán ára hælisleitandi sá sem leitaði á börnin í strætisvagninum Króaði stúlku af í strætisvagni í Reykjanesbæ. 13. janúar 2017 12:59 Sagðir hafa kysst og þuklað á börnum í strætisvagni Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið. 13. janúar 2017 08:59 Ætla að skoða myndefni eftir áreiti gegn börnum í strætó Þriggja barna faðir lýsir því hvernig ölvaður maður hafi áreitt börn hans í strætó. Vagnstjóri hafi ekkert gert til að grípa inn í. 12. júlí 2017 13:15 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Ung kona áreitt í strætó Jóhanna Stefáns Bjarkardóttir varð fyrir áreiti fjögurra karlmanna í gær þar sem hún beið í strætóskýli við Miklubraut í Reykjavík. Hún segir mennina hafa reynt að fanga athygli sína með ógnandi tilburðum og að einn þeirra hafi gripið í rassinn á henni. Mennirnir héldu áreitinu áfram þegar komið var um borð í strætisvagninn. Framkvæmdastjóri Strætó bs. hafði ekki heyrt af atvikinu en hvetur farþega til að fara varlega. 7. júní 2017 14:15
Áreitti fjórtán ára stúlku kynferðislega í strætisvagni Maðurinn fór um borð í strætisvagn ásamt stúlkunni við Kringluna. 16. október 2014 23:00
Fjórtán ára hælisleitandi sá sem leitaði á börnin í strætisvagninum Króaði stúlku af í strætisvagni í Reykjanesbæ. 13. janúar 2017 12:59
Sagðir hafa kysst og þuklað á börnum í strætisvagni Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið. 13. janúar 2017 08:59
Ætla að skoða myndefni eftir áreiti gegn börnum í strætó Þriggja barna faðir lýsir því hvernig ölvaður maður hafi áreitt börn hans í strætó. Vagnstjóri hafi ekkert gert til að grípa inn í. 12. júlí 2017 13:15