Sextán liða úrslitunum í bikarkeppni HSÍ, Coca Cola-bikarnum, laik í kvöld. Óvænt úrslit komu í einum leik.
Það var í leik Fram og Aftureldingar þar sem Fram vann sætan sigur, 30-26, eftir að hafa leitt 14-9 í hálfleik.
Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði átta mörk fyrir Fram og Andri Þór Helgason sex. Árni Bragi Eyjólfsson fór hamförum í liði Aftureldingar og skorði tíu mörk. Sveinn Andri Sveinsson næstmarkahæstur með sex mörk.
1. deildarlið HK var engin fyrirstaða fyrir hið sterka lið FH. FH vann leikinn, 25-37, eftir að hafa leitt 13-19 í hálfleik.
Ísak Rafnsson skoraði átta mörk fyrir FH í kvöld og Ágúst Birgisson sjö. Óðin Þór Ríkharðsson skoraði sex. Kristófer Dagur Sigurðsson var atkvæðamestur í liði HK með sex mörk.
Haukar máttu hafa mikið fyrir sigri á ÍR en unnu að lokum tveggja marka sigur, 25-23.
Adam Haukur Baumruk og Hákon Daði Styrmisson skoruðu báðir fimm mörk fyrir Hauka. Daníel Ingi Guðmundsson og Þrándur Gíslason Roth skoruðu einnig báðir fimm mörk fyrir ÍR.
ÍBV lenti ekki í neinum vandræðum í Dalhúsum þar sem liðið vann sannfærandi sigur, 23-31, á Fjölni. ÍBV leiddi með átta marka mun í hálfleik, 12-20.
Theodór Sigurbjörnsson var sjóðheitur í liði ÍBV og skoraði átta mörk í kvöld. Kári Kristján Kristjánsson bætti sex mörkum við.
Brynjar Loftsson skoraði átta mörk fyrir Fjölni og Kristján Örn Kristjánsson fimm.
Þessi lið eru komin áfram í bikarnum:
Selfoss
FH
Fram
Þróttur R.
Haukar
ÍBV
Valur
Grótta
