Fótbolti

Fimmtán ára fangelsi fyrir að ganga í Barcelona-treyju

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Milljónir eiga þessar treyjur og þurfa að fara varlega hvert þeir fara með þær á næstunni.
Milljónir eiga þessar treyjur og þurfa að fara varlega hvert þeir fara með þær á næstunni. vísir/getty
Ef þú ert á ferð í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á næstunni þá er líklega skynsamlegt að skilja Barcelona-treyjuna eftir heima.

Ef þú gerir það ekki og gengur um í treyju Barcelona með auglýsingu frá Qatar Airways þá gætirðu endað í steininum. Ekki bara yfir helgi heldur í heil fimmtán ár.

Sameinuðu arabísku furstadæmin ásamt fleiri löndum hafa slitið á öll samskipti við Katar þar sem þau telja að Katar aðstoði hryðjuverkamenn.

Katar er því bannorð í löndunum og að mæta í Barcelona-treyju með Katar-auglýsingu er því afar illa liðið.

Barcelona spilar í búningum með nýjum auglýsingum næsta vetur en það er auglýsing frá japönsku fyrirtæki. Þær treyjur munu sleppa í löndunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×