Innlent

Þrjú handtekin með kókaín í Leifsstöð

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Fólkið var að koma frá Spáni og var farangur þeirra tekinn til skoðunar við hefðbundið eftirlit.
Fólkið var að koma frá Spáni og var farangur þeirra tekinn til skoðunar við hefðbundið eftirlit. Vísir/Anton Brink
Tveir karlmenn og ein kona voru nýverið stöðvuð af tollvörðum í Leifsstöð, grunuð um að hafa meðferðis á annað hundrað grömm af kókaíni í farangri sínum.

Fólkið var að koma frá Spáni og var farangur þeirra tekinn til skoðunar við hefðbundið eftirlit. Kom þá í ljós að í mittistösku sem eitt þeirr abar voru tæplega 100 grömm af efni sem talið er vera kókaín. Í sameiginlegri ferðatösku þeirra fannst svo meira af efninu. 

Haft var samband við lögregluna á Suðurnesjum og tóku lögreglumenn við fólkinu, efninu og farangri þess til frekari skoðunar. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×