Stjórnmálin verði að breytast | Ræða Sigmundar í heild sinni Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. maí 2017 14:25 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, var málshefjandi á stofnfundi Framfarafélagsins í Rúgbrauðsgerðinni í Reykjavík í dag. Mikið hefur verið rætt og ritað um stofnun félagsins allt frá því að Sigmundur greindi frá tilurð þess um miðja siðustu viku. Félagið var að sögn Sigmundar, sem er fyrsti formaður Framfarafélagsins, stofnað til að „skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna.“Sjá einnig: Sigmundur Davíð stofnar nýtt félagHann hefur þvertekið fyrir að hér sé um að ræða stjórnmálahreyfingu en Sigmundur segist þó vona að aðrir stjórnmálaflokkar nýti sér þær hugmyndir sem komi til með að fæðast á fundum Framfarafélagsins. Yfirskrift erindis Sigmundar í dag var „Stjórnmál á áhugaverðum tímum“ sem hann sagði vera að taka grundvallarbreytingum. Í erindi sínu leitaði hann svara við því hvað sé að valda þessum breytingum og hvers vegna. „Hvernig eru ákvarðanir sem varða hagsmuni almennings teknar nú og hvernig verður samfélögum stjórnað í framtíðinni,“ spurði Sigmundur. Leiddi hann sig að þeirri niðurstöðu að stjórnmálin og stjórnmálaflokkar þyrftu að taka grundvallarbreytingum í takt við breytta samfélagsmynd sem einkennist af minni tryggð fólks við stjórnmálaflokka, þróunar upplýsingatækni og þreytu fólks á „kerfisræði.“ Alls hlýddu á annað hundrað manns á erindið, þeirra á meðal Framsóknarmennirnir Gunnar Bragi Sveinsson, Þorsteinn Sæmundsson og Vigdís Hauksdóttir ásamt öðrum stjórnmálaforkólfum á borð við Ingu Sæland, Gústaf Níelsson og Sigurður Þ. Ragnarsson.Sjá einnig: Húsfyllir hjá FramfarafélaginuÞá flutti athafnamaðurinn Eyþór Arnalds gestafyrirlestur sem fjallaði um hvernig tækniþróun og ný tækifæri sem henni fylgja muni umbylta daglegu lífi fólks á komandi árum. Fundarstjóri var formaður Landssambands framsóknarkvenna, Anna Kolbrún Árnadóttir. Erindi Sigmundar má sjá í heild sinni hér að ofan. Tengdar fréttir Húsfyllir hjá Framfarafélaginu Framfarafélagið er stofnað í kjölfar nýliðins miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins en þar virðist lengi hafa ríkt nokkur ólga um framtíð Sigmundar innan flokksins. 27. maí 2017 11:52 Sigmundur Davíð stofnar nýtt félag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags, Framfarafélagsins, sem á að skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna. 24. maí 2017 18:30 Segist ekki vera að máta sig í borgarstjórastólinn Stofnfundur Framfarafélagsins hófst nú klukkan ellefu í morgun en félaginu er ætlað að vera hugmyndasmiðja sem á að koma Framsóknarflokknum til aðstoðar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Framfarafélagsins. 27. maí 2017 12:03 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, var málshefjandi á stofnfundi Framfarafélagsins í Rúgbrauðsgerðinni í Reykjavík í dag. Mikið hefur verið rætt og ritað um stofnun félagsins allt frá því að Sigmundur greindi frá tilurð þess um miðja siðustu viku. Félagið var að sögn Sigmundar, sem er fyrsti formaður Framfarafélagsins, stofnað til að „skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna.“Sjá einnig: Sigmundur Davíð stofnar nýtt félagHann hefur þvertekið fyrir að hér sé um að ræða stjórnmálahreyfingu en Sigmundur segist þó vona að aðrir stjórnmálaflokkar nýti sér þær hugmyndir sem komi til með að fæðast á fundum Framfarafélagsins. Yfirskrift erindis Sigmundar í dag var „Stjórnmál á áhugaverðum tímum“ sem hann sagði vera að taka grundvallarbreytingum. Í erindi sínu leitaði hann svara við því hvað sé að valda þessum breytingum og hvers vegna. „Hvernig eru ákvarðanir sem varða hagsmuni almennings teknar nú og hvernig verður samfélögum stjórnað í framtíðinni,“ spurði Sigmundur. Leiddi hann sig að þeirri niðurstöðu að stjórnmálin og stjórnmálaflokkar þyrftu að taka grundvallarbreytingum í takt við breytta samfélagsmynd sem einkennist af minni tryggð fólks við stjórnmálaflokka, þróunar upplýsingatækni og þreytu fólks á „kerfisræði.“ Alls hlýddu á annað hundrað manns á erindið, þeirra á meðal Framsóknarmennirnir Gunnar Bragi Sveinsson, Þorsteinn Sæmundsson og Vigdís Hauksdóttir ásamt öðrum stjórnmálaforkólfum á borð við Ingu Sæland, Gústaf Níelsson og Sigurður Þ. Ragnarsson.Sjá einnig: Húsfyllir hjá FramfarafélaginuÞá flutti athafnamaðurinn Eyþór Arnalds gestafyrirlestur sem fjallaði um hvernig tækniþróun og ný tækifæri sem henni fylgja muni umbylta daglegu lífi fólks á komandi árum. Fundarstjóri var formaður Landssambands framsóknarkvenna, Anna Kolbrún Árnadóttir. Erindi Sigmundar má sjá í heild sinni hér að ofan.
Tengdar fréttir Húsfyllir hjá Framfarafélaginu Framfarafélagið er stofnað í kjölfar nýliðins miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins en þar virðist lengi hafa ríkt nokkur ólga um framtíð Sigmundar innan flokksins. 27. maí 2017 11:52 Sigmundur Davíð stofnar nýtt félag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags, Framfarafélagsins, sem á að skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna. 24. maí 2017 18:30 Segist ekki vera að máta sig í borgarstjórastólinn Stofnfundur Framfarafélagsins hófst nú klukkan ellefu í morgun en félaginu er ætlað að vera hugmyndasmiðja sem á að koma Framsóknarflokknum til aðstoðar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Framfarafélagsins. 27. maí 2017 12:03 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Húsfyllir hjá Framfarafélaginu Framfarafélagið er stofnað í kjölfar nýliðins miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins en þar virðist lengi hafa ríkt nokkur ólga um framtíð Sigmundar innan flokksins. 27. maí 2017 11:52
Sigmundur Davíð stofnar nýtt félag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags, Framfarafélagsins, sem á að skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna. 24. maí 2017 18:30
Segist ekki vera að máta sig í borgarstjórastólinn Stofnfundur Framfarafélagsins hófst nú klukkan ellefu í morgun en félaginu er ætlað að vera hugmyndasmiðja sem á að koma Framsóknarflokknum til aðstoðar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Framfarafélagsins. 27. maí 2017 12:03