Kalla helming erindreka sinna heim frá Kúbu vegna hljóðvopns Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2017 14:40 Sendiráð Bandaríkjanna á Kúbu. Vísir/Getty Stjórnvöld Bandaríkjanna hafa ákveðið að fækka verulega starfsmönnum í sendiráði sínu í Kúbu. Þá hafa Bandaríkjamenn verið varaðir við því að ferðast til eyjunnar og verður dregið verulega úr stjórnmálalegum samskiptum ríkjanna. Þetta er gert vegna dularfullra hljóðárása á bandaríska erindreka sem hafa átt sér stað á undanförnu ári. Ekki er vitað hver eða hvað stendur á bak við þessar árásir en minnst 21 erindreki og fjölskyldur þeirra hafa orðið fyrir skaða vegna þeirra. Þar á meðal hafa einhverjir orðið fyrir varanlegu heyrnartapi eða jafnvel heilaskaða. Til greina kom að loka sendiráðinu alfarið vegna árásanna. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar var ákvörðunin tekin í nótt eftir fund Rex Tillerson, utanríkisráðherra, og Donald Trump, forseta, fyrr í vikunni.Sjá einnig: Íhuga að loka sendiráðinu í Kúbu vegna dularfulls hljóðvopnsÁkvörðunin setur samband ríkjanna tveggja í ákveðinn baklás. Eftir um hálfa öld af samskiptaleysi hafa ríkin tiltölulega nýlega hafið samskipti aftur. Bandaríkin opnuðu sendiráð sitt í Kúbu árið 2015 eftir áratuga illdeilur á milli ríkjanna tveggja. Þá var Barack Obama fyrsti forseti Bandaríkjanna til að heimsækja Kúbu frá árinu 1928. Obama ferðaðist til Havana í fyrra. Ríkisstjórn Donald Trump hefur ekki opinberlega kennt Kúbu um árásirnar. Þó þeim hafi verið hætt fyrr á árinu hófust þær svo aftur og er síðast vitað til að árás hafi átt sér stað í ágúst. Minnst tveir Kanadamenn eru einnig sagðir þjást af sambærilegum veikindum. Yfirvöld í Havana neita því að hafa beitt nokkurs konar vopni gegn starfsfólkinu sem um ræðir, samkvæmt frétt BBC, og hefur Raul Castro, forseti Kúbu, alhæft að svo sé ekki. Veikindin byrjuðu í fyrra og hefur málið meðal annars verið rannsakað af Fjallalögreglu Kanada og Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Rannsakendur hafa ekki útilokað að útsendarar annars ríkis hafi beitt umræddum hljóðvopnum. Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Stjórnvöld Bandaríkjanna hafa ákveðið að fækka verulega starfsmönnum í sendiráði sínu í Kúbu. Þá hafa Bandaríkjamenn verið varaðir við því að ferðast til eyjunnar og verður dregið verulega úr stjórnmálalegum samskiptum ríkjanna. Þetta er gert vegna dularfullra hljóðárása á bandaríska erindreka sem hafa átt sér stað á undanförnu ári. Ekki er vitað hver eða hvað stendur á bak við þessar árásir en minnst 21 erindreki og fjölskyldur þeirra hafa orðið fyrir skaða vegna þeirra. Þar á meðal hafa einhverjir orðið fyrir varanlegu heyrnartapi eða jafnvel heilaskaða. Til greina kom að loka sendiráðinu alfarið vegna árásanna. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar var ákvörðunin tekin í nótt eftir fund Rex Tillerson, utanríkisráðherra, og Donald Trump, forseta, fyrr í vikunni.Sjá einnig: Íhuga að loka sendiráðinu í Kúbu vegna dularfulls hljóðvopnsÁkvörðunin setur samband ríkjanna tveggja í ákveðinn baklás. Eftir um hálfa öld af samskiptaleysi hafa ríkin tiltölulega nýlega hafið samskipti aftur. Bandaríkin opnuðu sendiráð sitt í Kúbu árið 2015 eftir áratuga illdeilur á milli ríkjanna tveggja. Þá var Barack Obama fyrsti forseti Bandaríkjanna til að heimsækja Kúbu frá árinu 1928. Obama ferðaðist til Havana í fyrra. Ríkisstjórn Donald Trump hefur ekki opinberlega kennt Kúbu um árásirnar. Þó þeim hafi verið hætt fyrr á árinu hófust þær svo aftur og er síðast vitað til að árás hafi átt sér stað í ágúst. Minnst tveir Kanadamenn eru einnig sagðir þjást af sambærilegum veikindum. Yfirvöld í Havana neita því að hafa beitt nokkurs konar vopni gegn starfsfólkinu sem um ræðir, samkvæmt frétt BBC, og hefur Raul Castro, forseti Kúbu, alhæft að svo sé ekki. Veikindin byrjuðu í fyrra og hefur málið meðal annars verið rannsakað af Fjallalögreglu Kanada og Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Rannsakendur hafa ekki útilokað að útsendarar annars ríkis hafi beitt umræddum hljóðvopnum.
Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira