Kalla helming erindreka sinna heim frá Kúbu vegna hljóðvopns Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2017 14:40 Sendiráð Bandaríkjanna á Kúbu. Vísir/Getty Stjórnvöld Bandaríkjanna hafa ákveðið að fækka verulega starfsmönnum í sendiráði sínu í Kúbu. Þá hafa Bandaríkjamenn verið varaðir við því að ferðast til eyjunnar og verður dregið verulega úr stjórnmálalegum samskiptum ríkjanna. Þetta er gert vegna dularfullra hljóðárása á bandaríska erindreka sem hafa átt sér stað á undanförnu ári. Ekki er vitað hver eða hvað stendur á bak við þessar árásir en minnst 21 erindreki og fjölskyldur þeirra hafa orðið fyrir skaða vegna þeirra. Þar á meðal hafa einhverjir orðið fyrir varanlegu heyrnartapi eða jafnvel heilaskaða. Til greina kom að loka sendiráðinu alfarið vegna árásanna. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar var ákvörðunin tekin í nótt eftir fund Rex Tillerson, utanríkisráðherra, og Donald Trump, forseta, fyrr í vikunni.Sjá einnig: Íhuga að loka sendiráðinu í Kúbu vegna dularfulls hljóðvopnsÁkvörðunin setur samband ríkjanna tveggja í ákveðinn baklás. Eftir um hálfa öld af samskiptaleysi hafa ríkin tiltölulega nýlega hafið samskipti aftur. Bandaríkin opnuðu sendiráð sitt í Kúbu árið 2015 eftir áratuga illdeilur á milli ríkjanna tveggja. Þá var Barack Obama fyrsti forseti Bandaríkjanna til að heimsækja Kúbu frá árinu 1928. Obama ferðaðist til Havana í fyrra. Ríkisstjórn Donald Trump hefur ekki opinberlega kennt Kúbu um árásirnar. Þó þeim hafi verið hætt fyrr á árinu hófust þær svo aftur og er síðast vitað til að árás hafi átt sér stað í ágúst. Minnst tveir Kanadamenn eru einnig sagðir þjást af sambærilegum veikindum. Yfirvöld í Havana neita því að hafa beitt nokkurs konar vopni gegn starfsfólkinu sem um ræðir, samkvæmt frétt BBC, og hefur Raul Castro, forseti Kúbu, alhæft að svo sé ekki. Veikindin byrjuðu í fyrra og hefur málið meðal annars verið rannsakað af Fjallalögreglu Kanada og Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Rannsakendur hafa ekki útilokað að útsendarar annars ríkis hafi beitt umræddum hljóðvopnum. Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Fimm látnir og tvö hundruð særðir Erlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Fleiri fréttir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Sjá meira
Stjórnvöld Bandaríkjanna hafa ákveðið að fækka verulega starfsmönnum í sendiráði sínu í Kúbu. Þá hafa Bandaríkjamenn verið varaðir við því að ferðast til eyjunnar og verður dregið verulega úr stjórnmálalegum samskiptum ríkjanna. Þetta er gert vegna dularfullra hljóðárása á bandaríska erindreka sem hafa átt sér stað á undanförnu ári. Ekki er vitað hver eða hvað stendur á bak við þessar árásir en minnst 21 erindreki og fjölskyldur þeirra hafa orðið fyrir skaða vegna þeirra. Þar á meðal hafa einhverjir orðið fyrir varanlegu heyrnartapi eða jafnvel heilaskaða. Til greina kom að loka sendiráðinu alfarið vegna árásanna. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar var ákvörðunin tekin í nótt eftir fund Rex Tillerson, utanríkisráðherra, og Donald Trump, forseta, fyrr í vikunni.Sjá einnig: Íhuga að loka sendiráðinu í Kúbu vegna dularfulls hljóðvopnsÁkvörðunin setur samband ríkjanna tveggja í ákveðinn baklás. Eftir um hálfa öld af samskiptaleysi hafa ríkin tiltölulega nýlega hafið samskipti aftur. Bandaríkin opnuðu sendiráð sitt í Kúbu árið 2015 eftir áratuga illdeilur á milli ríkjanna tveggja. Þá var Barack Obama fyrsti forseti Bandaríkjanna til að heimsækja Kúbu frá árinu 1928. Obama ferðaðist til Havana í fyrra. Ríkisstjórn Donald Trump hefur ekki opinberlega kennt Kúbu um árásirnar. Þó þeim hafi verið hætt fyrr á árinu hófust þær svo aftur og er síðast vitað til að árás hafi átt sér stað í ágúst. Minnst tveir Kanadamenn eru einnig sagðir þjást af sambærilegum veikindum. Yfirvöld í Havana neita því að hafa beitt nokkurs konar vopni gegn starfsfólkinu sem um ræðir, samkvæmt frétt BBC, og hefur Raul Castro, forseti Kúbu, alhæft að svo sé ekki. Veikindin byrjuðu í fyrra og hefur málið meðal annars verið rannsakað af Fjallalögreglu Kanada og Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Rannsakendur hafa ekki útilokað að útsendarar annars ríkis hafi beitt umræddum hljóðvopnum.
Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Fimm látnir og tvö hundruð særðir Erlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Fleiri fréttir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Sjá meira